Leikhópurinn Perlan er búinn að sýna og sanna í gegnum tíðina að hann gefst ekki upp þótt á móti blási. Enda er einstakur hópur þar á ferð,“ segir Bergljót Arnalds leikstjóri. Hún var með hópnum í rútu sem tók upp á því að bila og harðneita að fara lengra. Hún lýsir atvikinu nánar.

„Leikhópurinn var snúinn til baka úr leikferðalagi að Sólheimum í Grímsnesi þegar þetta gerðist. Sýningin hafði gengið glimrandi vel og ég held ég megi fullyrða að Perlan hafi slegið þar í gegn. En á heimleiðinni gekk ekki betur en svo að rútan gafst upp í kuldanum. Úti var mikið frost og leikurunum kólnaði að vonum fljótt þegar drapst á henni. Allir urðu því mjög fegnir þegar bónda úr sveitinni bar að  sem bauðst til að ferja fólkið í fólksbíl aftur á Sólheima.“

Þegar á Sólheima var komið  segir Berg ljót  vel ha fa ver ið tek ið á móti  hópnum með heitu kakói og honum hafi hlýnað þar f ljótt. „Svo var send  ný rúta úr bænum og biluðu rútunni komið fyrir uppi á dráttarbíl. Þegar hópurinn komst loks til Reykjavíkur var búið að loka Ferðaþjónustunni. Venjan er að enda ferðina við Borgarleikhúsið þar sem leikhópurinn æfir en það var komið fram yfir miðnætti og búið að loka þar sem annars staðar. Því var brugðið á það ráð að keyra alla heim upp að dyrum á rútunni. Þetta leit hálf skuggalega út um tíma en endaði sem betur fer allt vel,“ segir leikstjórinn Bergljót.