Tímamót

Vildi nýta sér töfrana í leikhúsinu fyrir sýningar

Árleg nemendasýning Dansstúdíós World Class fór fram á Stóra sviði Borgarleikhússins í ellefta skipti um síðustu helgi. Um fimm hundruð nemendur dönsuðu þá fyrir fullum sal. Stella Rósenkranz, deildarstjóri skólans, segir að skólinn vilji skapa sér eigin hefðir.

Krakkarnir samankomnir eftir eina sýninguna en alls voru haldnar fjórar sýningar sem um 500 börn tóku þátt í.

Þetta voru rúmlega 500 krakkar, fjórar sýningar og nánast fullt hús á hverri sýningu,“ segir Stella Rósenkranz, deildarstjóri Dansstúdíós World Class, en árleg nemendasýning fór fram um síðustu helgi í ellefta sinn.

Venju samkvæmt var sýningin byggð á Disney-ævintýri en að þessu sinni var sýningin byggð á ævintýrinu um Fríðu og dýrið. Nemendur samtvinna þá dans, leik og túlkun og fá þar með áhorfendur með sér inn í undraveröld leikhússins. Um klukkutíma sýningu var að ræða þar sem allir nemendur skólans sýndu listir sínar og afrakstur vetrarins.

„Við erum búin að vera með Disney-þema síðustu ár, það er nú eiginlega bara út af því að ég er svo mikill Disney-lúði,“ segir hún og hlær. „Mér fannst sjálfri pínu þurrt að fara á danssýningar í leikhúsunum fyrir nokkrum árum og ákvað þá að prófa að breyta til og skapa okkar eigin hefð hjá DWC á vorin. Fyrst við vorum í leikhúsi þá langaði mig að fá leikhústöfrana inn og eyða biðinni á milli atriða þannig að áhorfendur upplifi sig sem hluta af leikhúsi. Þá verður þetta aðgengilegra fyrir alla og þetta hefur slegið í gegn hjá öllum, börnunum, foreldrunum og öfum og ömmum.“

Hún segir að það sé ótrúlega skemmtilegt að sjá hvað krakkarnir eru orðnir góðir. „Tíu ára krakkar eru orðnir gríðarlega góðir dansarar í dag. Það var ekki þannig fyrir nokkrum árum. Nú eru komnar margar fyrirmyndir og þær eru nálægt þeim í aldri. 12 ára stelpur frá okkur, dansdúó sem kallar sig Los Sóleys eða SóleySóley, voru til dæmis að dansa með Jóa Pé og Króla á Hlustendaverðlaununum um daginn. Svo erum við með stelpur sem eru aðeins eldri og eru að koma fram með ýmsum listamönnum hér heima. Tækifærin eru orðin mikil fyrir þessa krakka sem leggja hart að sér.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Margrét Þórhildur verður drottning

Tímamót

Jafnrétti sinnt í Kópavogi

Tímamót

Fjallað um hinn nýja reka á Hornströndum

Auglýsing

Nýjast

Íslenska óperan vígð með viðhöfn

Fyrsta konan kjörin íþróttamaður ársins

Fyrsti kafli tónverksins táknar eðlilegt hitastig

Hinsegin kórinn opinn fyrir alla með opinn huga

Frystihúsið Ísbjörninn hefur starfsemi

Lögbirtingablaðið verður 110 ára

Auglýsing