Tímamót

Vil leyfa öðrum komast að

Margrét Pálma­dóttir söng­stjóri hefur á­kveðið að sleppa hendi af kórnum Vox femina­e og ein­beita sér að Söng­skólanum Domus vox, Stúlkna­kór Reykja­víkur og nýjum drengja­kór.

Margrét kvest stefna að því að verða ögn rólegri en hún hefur verið. Fréttablaðið/Eyþór Árnasson

Ég  hef stjórnað þessum konum í aldarfjórðung og starfinu fylgir rosa mikill kraftur. En ég er ekki að hætta að vinna, heldur afhenda þetta hljóðfæri vonandi yngri manneskju. Fyrirsögnin má ekki vera „Magga að gefast upp!“ segir Margrét Pálmadóttir kórstjóri þegar stungið er upp á tímamótaviðtali í tilefni þess að hún ætlar að hætta með kvennakórinn Vox feminae. „Ég vil bara leyfa öðrum komast að, fara í allar heimsins keppnir og halda áfram með kyndilinn,“ tekur hún fram og bendir á að Listaháskólinn sé að unga út frábæru listafólki sem hafi áhuga á söng og kórstjórn. 

Sjálf kveðst hún stefna að því að verða ögn rólegri en hún hafi verið. „Ég er með fallegar hugmyndir fyrir konur sem eru 50+. Þar legg ég flauelsmjúkan tón. Er með elstu deildirnar og yngstu deildirnar í Söngskólanum Vox, er að verða ömmuleg og langar að iðka jóga, ganga Jakobsveginn og syngja gömlu lögin!“ 

„Ég hef farið út um allan heim með Vox feminae, og hann hefur hvarvetna vakið athygli.“ Fréttablaðið/Eyþór Árnasson

Margrét kveðst kvíða því að hætta með Vox feminae en lofar sjálfri sér því að verða dugleg að sækja tónleika kórsins. „Ég hef farið út um allan heim með Vox feminae, og hann hefur hvarvetna vakið athygli,“ segir hún. Rifjar upp að fyrst hafi Kvennakór Reykjavíkur orðið til sem lítil hugmynd í Kramhúsinu en síðan orðið að risabatteríi margra kóra. „Ég held við höfum verið um 600 þegar við skiptum honum upp í nokkra kóra, þar á meðal Vox Feminae. Nú eru fimmtíu konur í honum. Ég fékk líka Stúlknakór Reykjavíkur í mínar hendur og er nú að byrja með drengjakór, hann kemur vonandi fram með stúlkunum á jólatónleikum Sinfóníunnar. Hápunktarnir mínir eru þátttaka kóranna með Sinfóníuhljómsveit Íslands.“ 

Margrét segir árin 25 með kvennakórunum hafa verið fljót að líða. „Áður þekktust hér bara blandaðir kórar, karlakórar og barnakórar og ég er svo þakklát fyrir breytinguna. Ég segi því –áfram konur, alla leið!“ 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Listaháskólinn formlega stofnaður fyrir 20 árum

Tímamót

Amma er ein af mínum sterku kvenfyrirmyndum

Afmæli

Að moka skítnum jafnóðum

Auglýsing

Nýjast

Skákkennsla verður efld í grunnskólum Akureyrar

Bíllaus fagna tíu ára starfi

Fyrsta blökkukonan krýnd fegurðardrottning

Fyrst á svið fyrir 60 árum

Yrkir ádrepur af ýmsu tagi

Okkur fannst ótvíræð þörf fyrir þennan skóla

Auglýsing