Tímamót

Vikan orðin áttræð og aldrei verið unglegri

Tímaritið Vikan fagnar 80 ára afmæli sínu á morgun en þá kemur út veglegt 80 síðna afmælisblað. Ritstjórinn segir tímaritið bera aldurinn vel og sér fram á önnur góð 80 ár.

Steingerður Steinarsdóttir, ritstjóri Vikunnar, hlakkar til að takast á við komandi afmælisblað. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Mér finnst Vikan bera aldurinn mjög vel og aldrei hefur Vikan verið unglegri en akkúrat núna. Hún yngist frekar en að eldast,“ segir Steingerður Steinarsdóttir, ritstjóri Vikunnar, en á morgun verður tímaritið 80 ára. Þá kemur út afmælisblað og boðið verður í gleði á Bryggjunni brugghúsi.

„Vikan er mjög merkilegt tímarit. Sigurður Benediktsson stofnar það árið 1938 og Gísli sonur hans tekur við ritstjórn. Síðan hafa komið að þessu blaði margir þekktir einstaklingar. Meðal annarra Jökull Jakobsson, Gísli Ástþórsson og Helgi Pétursson sem ritstjórar sem og Kristín Halldórsdóttir sem var á þingi fyrir Kvennalistann. Við spjöllum við þau sem eru á lífi meðal annars í afmælisblaðinu og lítum yfir farinn veg.“

Steingerður segir að blaðið hafi verið leiðandi á margan hátt og innleitt margt í blaðamennsku á Íslandi sem ekki var til áður. „Til að mynda var hún gagnvirk frá upphafi og það var hægt að senda blaðinu bréf. Síðan hefur það þróast eins og margt annað en þetta var helsti sálusorgarinn og leiðbeinandi fyrir marga. Stelpur gátu fengið svar við því hvort einhver væri skotinn í þeim ef viðkomandi horfði á þær á ákveðinn hátt eða sagði þetta eða hitt og svo framvegis.“

Steingerður og ritstjórn hennar hafa verið að grúska í gömlum blöðum og litið um öxl á þessum tímamótum. Hún segir að hún hafi farið yfir flest öll blöðin og áttað sig á að hún væri einnig að skoða sögu prentverks á Íslandi. „Myndvinnsla hefur breyst alveg gríðarlega og efnisval og efnistök og allt útlit. Það að fara í gegnum þessa sögu er eins og að fara í gegnum sögu prentverks hér á landi.“

Aðspurð hvort hún sjái önnur 80 glæsileg ár fram undan segir Steingerður að hún geti ekki ímyndað sér annað. „Vikan hefur alltaf getað lagað sig að ríkjandi tíðaranda. En ég efast um að ég verði hér næstu 80 árin,“ segir hún og brosir.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Féll fyrir vinnusöngvum

Minningargreinar

Séra Sigurður Helgi Guð­munds­son

Auglýsing

Nýjast

Hver dagur þakkarverður

Wiesent­hal var sæmdur riddara­krossi

Vinnan hélt henni ungri

Fyrsta konan útskrifast frá Háskóla Íslands

Hef vonandi náð að gleðja einhverja í gegnum lífið

List í ljósi er okkar barn

Auglýsing