Tímamót

VERTOnet stofnað

Í gær var haldinn stofnfundur hagsmunasamtaka kvenna í upplýsingatækni, VERTOnet. Markmið þeirra verður meðal annars að efla hag kvenna í tæknigeiranum.

„Oft þegar ég er á fundum er ég eina konan,“ segir Linda Stefánsdóttir, ein af stofnendum Vertonets. Elín Gränz er með henni á myndinni. Fréttablaðið/Anton Brink

Þetta var heilt ár í undirbúningi,“ segir Linda Stefánsdóttir, einn af stofnendum VERTOnets, hagsmunasamtaka kvenna í upplýsingatækni. Markmið samtakanna er að efla hag kvenna í tæknigeiranum og að vera konum hvatning til að taka þátt í þeirri byltingu sem nú á sér stað og er oft kölluð fjórða iðnbyltingin, fjölga konum í upplýsingatæknitengdu námi og störfum sem og að styrkja tengslanet kvenna með því að vera regnhlíf mismunandi kvennahópa innan upplýsingatæknigeirans. Samtökin verða starfrækt með aðstoð sjálfboðaliða og með styrkjum frá fyrirtækjum sem sjá hag sinn og samfélagsins í að fjölga konum í upplýsingatækni. Vodafone er helsti styrktaraðili samtakanna en fundurinn fór einmitt fram í höfuðstöðvum fyrirtækisins.

VERTOnet eru systursamtök Oda-Nettverk sem eru norsk kvennasamtök fyrir konur í upplýsingatækni.

Þegar er búið að leggja drög að öflugu starfi samtakanna á næstu misserum. VERTOnet mun standa fyrir fræðslufundum innan framhalds- og háskóla, vinna með góðgerðarsamtökum við að hjálpa konum til að auka færni sína og þekkingu á tækni, halda reglubundna fundi með málefnum þar sem lögð verður sérstök áhersla á tengslamyndun sem og að standa að árlegri könnun á hlutfalli kvenna sem starfa innan upplýsingatæknigeirans.

Samtökin munu jafnframt standa að árlegum Hvatningardegi kvenna í upplýsingatækni.

„Það virðist einnig vera þannig að konur innan geirans eru að vinna störf sem eru að pínulítið að fasast út. Þetta er mjög karllægur geiri og oft þegar ég er á fundum er ég eina konan ásamt tíu karlmönnum.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Hermann Göring gleypti blásýruhylki

Tímamót

Með kindur í bakgarðinum

Tímamót

Gústi guðsmaður á stall

Auglýsing

Nýjast

Alltaf verið að leika mér

Myndlistarfólk með messu

Borgarbúum þykir vænt um Friðarsúluna í Viðey

Leik- og grunnskóli í nýrri byggingu Kársnesskóla

Snjallsíminn leysir kortið af hólmi í verslunum

Þýskaland varð eitt

Auglýsing