Tímamót

Verkið sem var töluvert á undan sinni samtíð

Konur skelfa, klósettdrama í tveimur þáttum eftir Hlín Agnarsdóttur, verður leiklesið í Hannesarholti í dag. Leikritið fjallar um fimm konur sem fara út að skemma sér í Reykjavík og hittast af og til á kvennaklósetti skemmtistaðarins. Verkið var ógnar vinsælt.

Leikritið var leikið í Borgarleikhúsinu 1996-1997 og sýnt 75 sinnum yfirleitt fyrir fullu húsi. Það var einnig flutt í sjónvarpi 1998 á Stöð 2.

Það eru 22 ár síðan ég las þetta síðast og það munaði litlu að ég myndi ekki um hvað þetta væri,“ segir Hlín Agnarsdóttir sem skrifaði Konur skelfa, klósettdrama í tveimur þáttum.

Verkið verður leiklesið í Hannesarholti í kvöld klukkan 20 og endurtekið sunnudaginn 28. október. Leikritið var leikið í Borgarleikhúsinu 1996-1997 og sýnt 75 sinnum yfirleitt fyrir fullu húsi. Það var einnig flutt í sjónvarpi 1998 á Stöð 2.

Leikritið fjallar um fimm konur sem fara út að skemma sér í Reykjavík og hittast af og til á kvennaklósetti skemmtistaðarins. Þar trúa þær hver annarri fyrir löngunum sínum og tilfinningum en rata líka í ýmis vandræði þegar áfengismagnið í blóðinu eykst og músíkin verður háværari.

Hljómsveitin Skárrenekkert gerði tónlistina við verkið sem síðan var gefin út.

Hlín Agnarsdóttir leikstýrði verkinu á sínum tíma en hlutverkin voru leikin af Önnu Elísabetu Borg, Ástu Arnardóttur, Kjartani Guðjónssyni, Maríu Ellingsen, Steinunni Ólafsdóttur og Valgerði Dan. Nú ætlar þessi sami hópur með einni undantekningu að koma fram í Hannesarholti og leiklesa verkið á degi Sameinuðu þjóðanna.

Þórunn Magnea Magnúsdóttir hefur umsjón með lestrinum.

Hlín segir að verkið hafi staðist tímans tönn. „Það eru þessar eilífu útlitspælingar kvenna og hvað þær eru uppteknar af útliti sínu. Og hvað sjálfsmynd kvenna ræðst mikið af því hvernig þeim líður útlitslega.

Það hefur ekkert breyst og mér sýnist að ég hafi verið á undan minni samtíð.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Stofna sjóð til minningar um fjöl­hæfan lista­mann

Tímamót

Félag háskólakvenna heldur upp á 90 árin

Merkisatburðir

Fyrsta Harry Potter-bókin leit dagsins ljós

Auglýsing

Nýjast

Reykvíkingar tóku varla eftir lokum stríðsins

Mín faglega fjölskylda

Óænt tvist frá Póllandi í danskeppni götustílsins

Gúttóslagurinn í Reykjavík

Starfsaldurinn hærri en aldur kollega

Viljum lifandi umræður

Auglýsing