Tímamót

Vekja athygli með söng

Fólk sem bjó í Laugar­nesi sem börn tekur á móti hlaupurum Reykja­víkur­mara­þonsins á Laugar­nes­hólnum í dag klukkan tólf með fánum skrýddum Mass­ey Fergu­son og söng

Hlíf Sigurjónsdóttir, Gunnþór Sigurðsson, Þuríður Sigurðardóttir og Þorsteinn H. Gunnarsson. Fréttablaðið/Eyþór

Hóllinn, sem iðaði af bústörfum og leikjum, sleðaferðum og hestaheimsóknum er í algjörri óhirðu. En í dag klukkan 12 ætlum við Laugarnesvinir að standa þar og heiðra hlauparana með fjöldasöng. Um leið viljum við vekja athygli á þessum stað sem geymir kirkjugarð og búsetuminja allt frá landnámi,“ segir Þuríður Sigurðardóttir myndlistarmaður. 

Hugmyndina að söngstundinni  segir Þuríður Þorstein H. Gunnarson eiga. „Þorsteinn ólst upp í Laugarneskampnum og var aðdáandi pabba, Sigurðar Ólafssonar, sem bjó á hólnum með kindur og hross, auk þess að vera söngvari og hestamaður. Síðar varð Þorsteinn bóndi norður í Húnaþingi og er einn af Laugarnesvinum sem halda úti síðu á fésbók.“ 

Þuríði er sárt um hólinn enda um sögulegan stað að ræða. „Sagnir herma að Hallgerður langbrók hafi búið í Laugarnesi og hvíli þar. Þar stóð kirkja, altaristaflan er á Þjóðminjasafninu og þar var fyrsti kirkjugarður Reykjavíkur. Hóllinn er á minjaskrá, samt er enginn að sinna honum heldur fá njóli og kerfill að vaða uppi.“ 

„Okkur krökkunum var kennt að bera virðingu fyrir kirkjugarðinum, þar mótaði enn fyrir gröfum.“

Þuríður er fædd og uppalin á hólnum. „Húsið sem þar stóð var ekki stórt en þó áberandi kennileiti í Reykjavík. Við vorum átta manns á 57 fermetrum og leið vel þó engin væru þægindin. Okkur krökkunum var kennt að bera virðingu fyrir kirkjugarðinum, þar mótaði enn fyrir gröfum og pabbi sló hann í sjálfboðavinnu,“ segir hún. 

Þuríður segir Laugarnesvini vilja taka á móti hlaupurunum með viðhöfn enda hlaupi þeir fyrir góð málefni. „Jafnframt beinum við athygli að því brýna málefni að Laugarneshólnum verði sýnd sú virðing sem hann á skilið,“ segir hún. En hvaða lög verða sungin? „Bara gömlu lögin sem við krakkarnir æfðum í morgunsöng í Laugarnesskólanum og svo verða spilaðar gamlar upptökur með pabba.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Fyrsta konan útskrifast frá Háskóla Íslands

Tímamót

Hef vonandi náð að gleðja einhverja í gegnum lífið

Tímamót

List í ljósi er okkar barn

Auglýsing

Nýjast

Árás á Downingstræti

Abdúlla verið konungur Jórdaníu í tuttugu ár

Apollo 14 lendir á Tunglinu

Stefán Jóhann Stefánsson verður forsætisráðherra

Þegar Challenger-skutlan fórst yfir Flórídaskaga

Burns kvöld á BrewDog

Auglýsing