Portettin eru í forgrunni hjámér núna. Ég hef gert þausamsíða öðrum verkumgegnum áratugina en aldreisýnt þau í heild sinni áður,“segir Helgi Gíslason myndhöggvarisem hefur vinnustofu sínaopna gestum og gangandi um helgina. Hann segir eitt og eitt höfuð hafa fariðí stofnanir á nokkurra ára fresti, en þarfyrir utan hafi hann oft mótað vini og samferðamenn hér og þar um landið. „Þetta eru Þingeyingar, gamlir skólafélagar, þingmenn, fólk úr öllum geirum mannlífsins. Verkin eru tilraunakennd og ekki stór, kannski 10 til 20 cm há og svolítið gróf.“ 

Eru hausarnir merktir? Gestir eru jú forvitnir að vita hver er hvað. 

„Já, þetta eru allt ákveðnir einstaklingar og það kemur fram í texta. Það er smá rannsóknarvinna á persónuleikum þeirra á bak við, portrettin fjalla um þá öðrum þræði. Ég kalla þetta tveggja kaffibolla myndir – en það vill teygjast úr þeim. Hitti kannski fólk inni í afdölum einhvers staðar, sest þar inn í eldhús hjá konu yfir kleinupotti, tek upp leirinn minn og fer að vinna. Það er svona efni sem ég er að sækja, þetta eru ekki raunsannar myndir af einstaklingunum, ég er bara að fastsetja minningu.“

Hann kveðst lengi hafa haft aðstöðu í gömlu iðnaðarhúsnæði í Gufunesinu. Þar sé flottur salur með ellefu metra lofthæð. Ekki er efa að stærðin hefur komið sér vel þegar hann vann að risa listaverki, Universum i Människans Tanke, sem hann fór með til vesturstrandar Svíþjóðar í sumar á sýninguna Skulptur i Pilane 2018. „Mér var boðið að sýna úti í náttúrunni, jú, verkið var stórt og ég þurfti góða lofthæð til að gera það,“ segir listamaðurinn. Hægt er að kíkja á verkið á pilane.org. 

Nú stendur til að lagfæra húsnæðið í Gufunesi sem Helgi er að vinna í, borgin á það. „Mér datt í hug að sýna þessar fíngerðu mannlýsingar í þessu hráa húsnæði. Svo fannst mér kominn tími til að  setja þetta portrettsafn aftur fyrir mig. Það er samt brot af mínu höfundarverki.“ 

Sýningin er í öðru húsi til hægri þegar komið er inn um hliðið og er opin frá 10 til 18 í dag og á morgun.