Tímamót

Tíu ár frá gas, gas, gas

Sturla Jónsson segir ástandið hafa versnað frá mótmælum vörubílstjóra á Suðurlandsvegi fyrir tíu árum. Hiti var í mótmælunum og sá lögregla sig knúna til þess að beita piparúða. Steinum og eggjum var kastað í lögreglu.

Sturla Jónsson við mótmæli í Ártúnsbrekku í mars 2008. Fréttablaðið/Arnþór

Áratugur er í dag liðinn frá því að vörubílstjórar lokuðu Suðurlandsvegi við Olís. Mótmælin voru þau stærstu í mótmælaröð vörubílstjóra og sá lögregla sig knúna til að beita piparúða á mótmælendur til að ná stjórn á vettvangi.

Á þessum tíma börðust vörubílstjórar fyrir breytingum á reglum um hvíldartíma, lækkun álagna á eldsneyti og endurskoðun nýrra reglna um endurnýjun á meiraprófsréttindum svo fátt eitt sé nefnt.

Nú, áratug síðar, segir Sturla Jónsson, talsmaður mótmælenda og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, að ástandið hafi versnað. „Það er sérstakt hvernig við látum fara með okkur. Maður veltir því fyrir sér af hverju þrælsóttinn í þjóðinni er svona ofboðslegur,“ segir hann.

Sturla segir að hann minni að bensínlítrinn hafi verið í kringum 89 krónur þegar mótmælin fóru fram, lítri af dísilolíu um tuttugu krónum ódýrari. Í gær voru hins vegar lítrarnir báðir yfir 200 krónum.

„Þú getur rétt ímyndað þér hvað þessi hækkun er búin að hafa mikil áhrif á vísitöluna, svona varðandi lánin hjá okkur og bara allt annað í landinu,“ segir Sturla.

Hann bætir því við að til samanburðar sé lítrinn seldur á innan við sextíu krónur víða í Bandaríkjunum. „Þetta er búið að fara mjög illa með okkur. Það er bara svoleiðis. 2008 kostaði hvað, þrjátíu þúsund krónur rúmlega að fylla á tankinn á vörubíl? Sami tankur í dag er á rúmlega hundrað þúsund,“ segir Sturla.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Merkisatburðir

Stærsta kókaínmál hérlendis kom upp

Tímamót

Hermann Göring gleypti blásýruhylki

Tímamót

Með kindur í bakgarðinum

Auglýsing

Nýjast

Gústi guðsmaður á stall

Alltaf verið að leika mér

Myndlistarfólk með messu

Borgarbúum þykir vænt um Friðarsúluna í Viðey

Leik- og grunnskóli í nýrri byggingu Kársnesskóla

Snjallsíminn leysir kortið af hólmi í verslunum

Auglýsing