Tímamót

Tilraunastöðin að Keldum fagnar sjötíu ára starfi sínu

Í ár heldur Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum upp á sjötíu ára starfsafmæli sitt. Í dag verður því fagnað með Vísindadegi þar sem ráðstefna um dýrasjúkdóma stendur yfir allan daginn. Níu fyrirlesarar halda erindi og allir eru velkomnir.

Tilraunastöðin er fyrst og fremst rannsóknarstofa á háskólastigi. Fréttablaðið/E.Ól.

Í tilefni sjötíu ára starfsafmælis Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum verður í dag sérstök afmælisdagskrá á Vísindadegi á bókasafni Tilraunastöðvarinnar. Vísindadagurinn er haldinn annað hvert ár og í ár er hann haldinn í áttunda sinn. Ráðstefna verður haldin þar sem meginefnið er rannsóknir og vísindastörf á Keldum – farið verður yfir helstu nýjungar í rannsóknum og greiningum á dýrasjúkdómum þar sem hagsmunaaðilar, einkum dýralæknar og starfsmenn í dýrasjúkdómageiranum, bera saman bækur sínar. Níu fyrirlesarar munu halda erindi, þar af einn erlendur gestur, en hinir átta eru sérfræðingar á Keldum. Martin Krarup Nielsen frá University of Kentucky – Maxwell H. Gluck Equine Research Center sem er sérfræðingur í sníkjudýrum er erlendi gesturinn og flytur hann tvo fyrirlestra. Sérstök vísindanefnd sér um undirbúning og skipulag ráðstefnunnar og í henni eiga sæti Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Stefanía Þorgeirsdóttir og Þórunn Sóley Björnsdóttir.

Meginviðfangsefni Tilraunastöðvarinnar er eins og dagskráin gefur til kynna rannsóknir á dýrasjúkdómum og varnir gegn þeim. Fyrir daga Tilraunastöðvarinnar fóru slíkar rannsóknir fram á Rannsóknarstofu Háskólans við Barónsstíg. Eftir að ríkið keypti jörðina Keldur í Mosfellssveit árið 1941 var hún nýtt til dýrahalds en svo var þar reist fyrsta rannsóknarstofuhúsið árið 1948 og voru framkvæmdirnar mikið til fjármagnaðar með erlendu fé en það barst frá Rockefeller-stofnuninni.

Í dag er Tilraunastöðin fyrst og fremst rannsóknarstofa á háskólastigi og þar er eini vettvangurinn í landinu þar sem rannsakaðir eru dýrasjúkdómar á mörgum fræðasviðum.

Vísindadagurinn hefst klukkan 8.30 í dag og stendur til 16. Ráðstefnan er eins og áður sagði haldin í bókasafni Tilraunastöðvarinnar og er aðgangur öllum heimill og að kostnaðarlausu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Merkisatburðir

Stærsta kókaínmál hérlendis kom upp

Tímamót

Hermann Göring gleypti blásýruhylki

Tímamót

Með kindur í bakgarðinum

Auglýsing

Nýjast

Gústi guðsmaður á stall

Alltaf verið að leika mér

Myndlistarfólk með messu

Borgarbúum þykir vænt um Friðarsúluna í Viðey

Leik- og grunnskóli í nýrri byggingu Kársnesskóla

Snjallsíminn leysir kortið af hólmi í verslunum

Auglýsing