Í dag eru þrjá­tíu og fimm ár liðin frá leið­toga­fundi Ronald Reagan, Banda­ríkja­for­seta, og Mik­hail Gor­bachev, leið­toga Sovét­ríkjanna, í Höfða.

Megin­mark­mið fundarins var að ná sam­komu­lagi um af­vopnun kjarn­orku­vopna þessara tveggja stór­velda sem háð höfðu kalt stríð um ára­tuga skeið og losa um spennu sem myndast hafði í sam­skiptum ríkjanna. Þrátt fyrir að mark­mið leið­toga­fundarins hafi ekki náðst var hann þó þýðingar­mikill liður í þeirri af­vopnunar­veg­ferð sem leið­togarnir voru á.

Mikill fjöldi fylgdarmanna fylgdi félögunum tveimur. Blaðamenn fylgdust grannt með við Höfða.
Leiðtogarnir voru í öruggum höndum á meðan dvöl þeirra stóð hér á landi.

Fundurinn vakti gríðar­lega at­hygli hér á landi sem og í heiminum öllum enda markaði hann tíma­mót í tor­veldum sam­skiptum Banda­ríkjanna og Sovét­ríkjanna. Á­huga­samir Ís­lendingar tóku virkan þátt í öllu því um­stangi sem fundinum fylgdi og segja má að gripið hafi um sig eins konar leið­toga­fundar-æði hér á landi.

Mikill við­búnaður var vegna komu leið­toganna. Stór hópur fylgdar­manna fylgdi leið­togunum tveimur og mikill fjöldi blaða­manna fylgdu þessum merkis­at­burði eftir og augu heimsins beindust að litla húsinu sem kallast Höfði. Ráðist var í um­fangs­miklar götu­lokanir í Reykja­vík og vopnaðir verðir frá Ís­landi, Banda­ríkjunum og Sovét­ríkjunum voru við öllu reiðu­búnir.

Mikill áhugi var á leiðtogafundinum meðal Íslendinga og ekki síður hjá ungu kynslóðinni. Þessir hressu krakkar fylgdust grannt með en ekki er vitað hver þau eru.
Mikill viðbúnaður var við Höfða vegna komu leiðtoga stórveldanna tveggja og létu þessir vösku menn ekki sitt eftir liggja.

Eftir rúm­lega tveggja klukku­stunda langan fund stöldruðu Reagan og Gor­bachev stutt­lega við fyrir framan Höfða þar sem þeir tjáðu fjöl­miðlum að fundurinn hefði mis­heppnast. Þeir fé­lagar linuðust hins vegar eftir því sem árin liðu og viður­kenndu að fundurinn hefði sannar­lega lagt grunninn að því að binda enda á kalda stríðið og hefja kjarn­orku­af­vopnun stór­veldanna tveggja.