Þegar við fórum á hug­myndaflug í sam­bandi við að opna veitinga­stað hér á Hellis­sandi fundum við hús á þessum frá­bæra stað, með besta út­sýni sem við gátum fengið yfir Snæ­fells­jökul og Breiða­fjörðinn og við leiðina inn í þjóð­garðinn. Þetta var gamall sveita­bær sem hét Við­vík. Við keyptum landið og líka húsið sem var búið að standa autt í ein­hver ár, gerðum það upp og byggðum við það,“ segir Aníta Rut Aðal­bjargar­dóttir, einn eig­enda veitinga­hússins Við­víkur.

Þetta var gamall sveita­bær sem hét Við­vík. Við keyptum landið og líka húsið sem var búið að standa autt í ein­hver ár, gerðum það upp og byggðum við það

Þessi við sem hún talar um eru hún og Helga Jóhanns­dóttir og eigin­menn þeirra, bræðurnir Gils Þorri og Magnús Sigurðs­synir. Gils Þorri er mat­reiðslu­maður í Við­vík og Magnús er sjó­maður að aðal­starfi, en kemur að veitinga­rekstrinum líka.

Veiðir hann í soðið kannski? spyr ég. „Nei, en við fáum hrá­efnið í matinn hér úr nánasta um­hverfi, kaupum fisk í hrað­frysti­húsinu á Hellis­sandi og hörpu­skel úr Stykkis­hólmi. Við leggjum mikið upp úr fiski.“

Veitinga­staðurinn Við­vík er rúm­lega tveggja ára og Aníta segir reksturinn hafa gengið vonum framar, enda hafi honum verið vel tekið af heima­fólki. „Það er mjög gaman að vera í þessum veitinga­rekstri, það gefur manni mjög mikið.“

Aníta og Helga eru frá Akur­eyri en Gils Þorri og Magnús eru Sandarar. „Gils var fluttur heim með annan fótinn og byrjaður á sjónum en langaði að halda á­fram við sitt fag. Okkur Helgu langaði að flytja hingað líka því strákarnir voru komnir hingað og þá urðum við að búa okkur til ein­hverja at­vinnu,“ lýsir Aníta.

Staðurinn er opinn frá 17 til 22 þriðju­daga til laugar­daga en frá 17 til 21 á sunnu­dögum, enda Aníta, Gils og Helga bara þrjú að vinna að stað­aldri. Svo er lokað yfir veturinn.

„Við opnum í byrjun maí og verðum með opið út septem­ber,“ segir Aníta. „Gils fer út á sjó með pabba sínum sem rekur út­gerð hér. Við Helga erum báðar í fjar­námi við Há­skólann á Akur­eyri, hún í sjávar­út­vegs­fræði og ég í við­skipta­fræði með á­herslu á markaðs­fræði. Svo förum yfir­leitt að skera af netum fyrir út­gerðina líka, þannig að það er nóg að gera.“

„Við opnum í byrjun maí og verðum með opið út septem­ber,“ segir Aníta.
Fréttablaðið/Stefán
„Við fáum hrá­efnið í matinn hér úr nánasta um­hverfi, kaupum fisk í hrað­frysti­húsinu á Hellis­sandi og hörpu­skel úr Stykkis­hólmi. Við leggjum mikið upp úr fiski.“
Fréttablaðið/Stefán
Þorskur úr Breiðafirðinum kominn á diskinn með tilheyrandi meðlæti.