Tímamót

TF-VOR fórst með sex um borð

Björn Pálsson flugmaður.

Í dag eru 45 ár síðan flugvélin TF-VOR hrapaði yfir Búrfjöllum. Sex létust, þar á meðal Björn Pálsson flugmaður. Umfangsmikil leit var gerð að vélinni en að morgni 27. mars 1973 lögðu tólf flugvélar af stað frá Reykjavík til leitar og tvær þyrlur frá Keflavíkurflugvelli.

TF-VOR fannst í Búrfellum, norðan Langjökuls. Hún var í heilu lagi en mikið skemmd. Ljóst var að mennirnir sex hefðu látist samstundis og var ástæða óhappsins rakin til mikillar og skyndilegrar ísingar sem leiddi til þess að hreyflarnir misstu afl.

Björn Pálsson fæddist 10. janúar árið 1908 og var frumkvöðull mikill í sjúkraflugi á Íslandi. Honum var lýst sem brautryðjanda og varð hann landsþekktur fyirsjúkraflug sitt, oft við hrikaleg skilyrði. Árið 1960 hóf Björn sjúkraflug með TF-VOR, sem var tveggja hreyfla Beech Twin-Bonanza-flugvél. Um mikla byltingu var að ræða í íslensku sjúkraflugi. Þegar Björn lést þann 26. mars árið 1973 hafði hann flutt 3.400 sjúka og slasaða.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Dönsuðu við ræningjana

Merkisatburðir

Össur afhenti umsókn Íslands að Evrópusambandinu

Tímamót

Finnst mér hafa aldrei liðið betur

Auglýsing

Nýjast

Í anda Guðrúnar frá Lundi

Tónlist getur tjáð svo margt

Álitinn klikkaður þegar hann sagðist á leið í sjóinn

Sækja í leikskólann sinn

Vildi vera betri fyrirmynd

Hvalfjarðargöngin opnuð

Auglýsing