Þennan dag árið 1967 fékk íslenska landsliðið í knattspyrnu stóran skell, þegar það tapaði fjórtán tvö fyrir Dönum á þjóðarleikvangi Dana í Kaupmannahöfn. Eitthvað sem aldrei gleymist.

Mörk Íslendinga skoruðu þeir Helgi Númason og Hermann Gunnarsson. Mikill hugur hafði verið í íslenska landsliðinu eftir góðan árangur gegn Spánverjum en leikurinn reyndist verða hin mesta háðung.

Tónninn var gefinn þegar Elmar Geirsson fékk bolta í höfuðið í búningsklefanum svo hann rotaðist og gat ekki spilað með. Staðan í hálfleik var sex núll og eftir leikhlé héldu dönsku landsliðsmennirnir áfram að skora hvert glæsimarkið á fætur öðru svo leiknum lauk með stórsigri þeirra, 14:2.