Merkisatburðir

Tapið stóra í fótboltanum – 14:2

Þetta gerðist: 23. ágúst 1967

Þennan dag árið 1967 fékk íslenska landsliðið í knattspyrnu stóran skell, þegar það tapaði fjórtán tvö fyrir Dönum á þjóðarleikvangi Dana í Kaupmannahöfn. Eitthvað sem aldrei gleymist.

Mörk Íslendinga skoruðu þeir Helgi Númason og Hermann Gunnarsson. Mikill hugur hafði verið í íslenska landsliðinu eftir góðan árangur gegn Spánverjum en leikurinn reyndist verða hin mesta háðung.

Tónninn var gefinn þegar Elmar Geirsson fékk bolta í höfuðið í búningsklefanum svo hann rotaðist og gat ekki spilað með. Staðan í hálfleik var sex núll og eftir leikhlé héldu dönsku landsliðsmennirnir áfram að skora hvert glæsimarkið á fætur öðru svo leiknum lauk með stórsigri þeirra, 14:2.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Skákkennsla verður efld í grunnskólum Akureyrar

Tímamót

Bíllaus fagna tíu ára starfi

Auglýsing

Nýjast

Fyrsta blökkukonan krýnd fegurðardrottning

Fyrst á svið fyrir 60 árum

Yrkir ádrepur af ýmsu tagi

Okkur fannst ótvíræð þörf fyrir þennan skóla

Aldarafmælis minnst með flutningi ljóða við ný lög

Hrókurinn fagnar 20 árum með stórmóti

Auglýsing