Merkisatburðir

Talsamband komst á milli Íslands og annarra landa

Þetta gerðist: 1. ágúst 1935

gamall sími Bj.

Talsamband við útlönd var opnað á Íslandi þennan mánaðardag árið 1935. Það var söguleg stund sem hófst klukkan 11 árdegis með spjalli milli Íslendinga og Dana.

Fyrstur talaði Kristján konungur tíundi frá Danmörku og Hermann Jónasson forsætisráðherra svaraði honum með stuttri ræðu, bæði á dönsku og íslensku. Síðan hélt Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra stutta ræðu á dönsku, en Friis-Skotte, samgöngumálaráðherra Dana, svaraði honum. Því næst talaði Guðmundur Hlíðdal landssímastjóri og Vilhelmssen, settur póst-og símamálastjóri Dana, svaraði.

Hlé var gert til klukkan 12.15, þá var opnað talsamband við London. Major G. C. Tryon hélt ræðu sem Eysteinn Jónsson svarað. Þá tók við Stanhope jarl, sem hélt alllanga ræðu fyrir hönd utanríkisráðherra Bretlands, og Hermann Jónasson svaraði ræðu hans.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Hermann Göring gleypti blásýruhylki

Tímamót

Með kindur í bakgarðinum

Tímamót

Gústi guðsmaður á stall

Auglýsing

Nýjast

Alltaf verið að leika mér

Myndlistarfólk með messu

Borgarbúum þykir vænt um Friðarsúluna í Viðey

Leik- og grunnskóli í nýrri byggingu Kársnesskóla

Snjallsíminn leysir kortið af hólmi í verslunum

Þýskaland varð eitt

Auglýsing