Merkisatburðir

Talsamband komst á milli Íslands og annarra landa

Þetta gerðist: 1. ágúst 1935

gamall sími Bj.

Talsamband við útlönd var opnað á Íslandi þennan mánaðardag árið 1935. Það var söguleg stund sem hófst klukkan 11 árdegis með spjalli milli Íslendinga og Dana.

Fyrstur talaði Kristján konungur tíundi frá Danmörku og Hermann Jónasson forsætisráðherra svaraði honum með stuttri ræðu, bæði á dönsku og íslensku. Síðan hélt Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra stutta ræðu á dönsku, en Friis-Skotte, samgöngumálaráðherra Dana, svaraði honum. Því næst talaði Guðmundur Hlíðdal landssímastjóri og Vilhelmssen, settur póst-og símamálastjóri Dana, svaraði.

Hlé var gert til klukkan 12.15, þá var opnað talsamband við London. Major G. C. Tryon hélt ræðu sem Eysteinn Jónsson svarað. Þá tók við Stanhope jarl, sem hélt alllanga ræðu fyrir hönd utanríkisráðherra Bretlands, og Hermann Jónasson svaraði ræðu hans.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Tíðar­andinn nær jafn­vel í gegn í kirkju­görðunum

Tímamót

Aðgengi fyrir allt árið hlaut umhverfisverðlaun

Tímamót

Við verðum í jólaskapi

Auglýsing

Nýjast

Garðurinn standsettur á undan baðherberginu

Skemmtistaðurinn Glaumbær brann

Heiðruðu fjölþjóðlegan hóp nýdoktora frá HÍ

Menningarteiti Teits haldið þriðja árið í röð

Drifinn áfram á kraftinum

Í dag verður reynt að lenda geimfarinu InSight á Mars

Auglýsing