Auðvitað var þetta skellur,“ segir Ársæll Aðalbergsson, talsmaður Skógarmanna KFUM sem þurfti að aflýsa Sæludögum. „Við vorum klár, fullt af mat komið á staðinn og búið að setja upp hoppkastala og slíkt. Þó vorum við tvístígandi. Á miðvikudagskvöld var róðurinn að þyngjast og á fimmtudagsmorgun vorum við sannfærð um að ekkert yrði af hátíðinni. Það kom á daginn.“

Ársæll segir marga gesti hafa mætt á miðvikudeginum. Þegar við opnuðum svæðið var biðröð út að Hótel Glym. Fólk lagði hjólhýsum og fellihýsum og reisti tjöld en mátti ekki gista þá nótt. Það mætti svo daginn eftir til að taka allt niður og setning dagsins var: Svona fór um sjóferð þá. Það þýðir ekkert að pirra sig en ég er svekktur fyrir hönd barnanna sem voru búin að hlakka til í marga mánuði og undirbúa skemmtiatriði. Allir skilja aðstæðurnar, þetta eru varúðarráðstafanir.“