Merkisatburðir

Strippdans bannaður á Íslandi

Þetta gerðist 23. mars 2010

Dansari í fullum skrúða leikur listir sínar við spegilinn. Fréttablaðið/Getty

Á þessum degi fyrir átta árum voru samþykkt lög á Alþingi sem bönnuðu að bjóða upp á nektarsýningar eða gera út á nekt starfsmanna á skemmtistöðum eftir 1. júlí sama ár. Siv Friðleifsdóttir, þáverandi þingmaður Framsóknar, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en það var samþykkt með 31 atkvæði en tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þau Árni Johnsen og Ragnheiður Elín Árnadóttir, sátu hjá. Enginn greiddi atkvæði gegn frumvarpinu.

Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, hafði upphaflega flutt málið en Siv tekið við keflinu þegar Kolbrún hætti á þingi. Ásgeir Davíðsson, sem átti og rak staðinn Goldfinger, sagðist í viðtali við Fréttablaðið í kjölfar lagasetningarinnar ætla að skoða hvort grundvöllur væri fyrir skaðabótamál gegn ríkinu. Hann taldi lögin minna á reglur í ríkjum þar sem helst ekkert megi sjást í kvenfólk.

Í fréttinni kom einnig fram að allsherjarnefnd þingsins teldi ekki að lögin byðu upp á skaðabótaskyldu. Á tímabili voru starfræktir átta nektarstaðir á höfuðborgarsvæðinu, þrír á Akureyri og einn í Keflavík.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Þetta gerðist 18. janúar 1968

Tímamót

Laga­smíða­nám­skeið fyrir ungar konur

Tímamót

Þreyta frumraun með Sinfó

Auglýsing

Nýjast

Þetta gerðist 16. janúar

Stjörnu­stríð á í­þrótta­móti í tölvu­leiknum Fortni­te

Margrét Þórhildur verður drottning

Jafnrétti sinnt í Kópavogi

Fjallað um hinn nýja reka á Hornströndum

Íslenska óperan vígð með viðhöfn

Auglýsing