Merkisatburðir

Stórleikhús draumanna vígt

Þetta gerðist: 24. september 1957

Það var þennan dag, 24. september, árið 1957 sem hinn goðsagnakenndi heimavöllur knattspyrnufélagsins Barcelona var formlega opnaður. Völlurinn er engin smásmíði og á meðal þekktustu íþróttaleikvanga, ef ekki hreinlega kennileita, veraldar.

Framkvæmdir við Camp Nou hófust þann 28. mars 1954. Ákveðið var að ráðast í framkvæmdirnar þar sem ljóst var að ekki yrði hægt að stækka þáverandi heimavöll Barcelona, Camp de Les Corts, frekar. Upphaflega stóð til að nefna völlinn Estadi del FC Barcelona en nafnið Camp Nou, eða Nývangur eins og nafninu er gjarnan snarað á íslensku, varð ofan á enda vinsælla meðal félagsmanna. Camp Nou er stærsti leikvangur Spánar og Evrópu og raunar þriðji stærsti knattspyrnuleikvangur í heimi þegar kemur að fjölda áhorfenda sem þar komast fyrir. Uppgefin sætafjöldi í dag er 99.354 en mesta aðsókn sem skráð hefur verið er 120.000 manns árið 1986. Þá mættu heimamenn í Börsungum ítalska stórliðinu Juventus í undanúrslitum Evrópumeistarakeppni félagsliða.

Auk þess að hafa hýst marga stórviðburði knattspyrnunnar á undanförnum sex áratugum, og verið heimavöllur margra af bestu knattspyrnumönnum sögunnar, þá hefur Camp Nou verið vinsæll tónleikastaður í gegnum tíðina. Besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi, Eiður Smári Guðjohnsen, lék sem kunnugt er með Barcelona í þrjú tímabil.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Tíðar­andinn nær jafn­vel í gegn í kirkju­görðunum

Tímamót

Aðgengi fyrir allt árið hlaut umhverfisverðlaun

Tímamót

Við verðum í jólaskapi

Auglýsing

Nýjast

Garðurinn standsettur á undan baðherberginu

Skemmtistaðurinn Glaumbær brann

Heiðruðu fjölþjóðlegan hóp nýdoktora frá HÍ

Menningarteiti Teits haldið þriðja árið í röð

Drifinn áfram á kraftinum

Í dag verður reynt að lenda geimfarinu InSight á Mars

Auglýsing