Merkisatburðir

Stofnun Ísraelsríkis lýst yfir

Þetta gerðist: 14. maí 1948

David Ben Gurion, sem síðar varð forsætisráðherra Ísraels, les yfirlýsinguna í Tel Avív. Nordicphotos/Getty

Hersveitir Araba rjeðust inn í Palestínu í nótt - Gyðingar lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis,“ sagði á forsíðu Morgunblaðsins þann 15. maí árið 1948. Degi áður, eða fyrir réttum sjötíu árum, lýsti þjóðráð gyðinga því yfir í Tel Avív að gyðingaríkið Ísrael yrði stofnað eftir að Bretar lögðu niður umboðsstjórn sína í Palestínu.

Fleiri íslenskir miðlar sögðu Íslendingum þessa forsíðufrétt. „… á miðnætti í nótt réðust egipzkar hersveitir yfir suðurlandamæri Palestínu og höfðu, er síðast fréttist, náð nokkrum þorpum á vald sitt. Samtímis hafa hin Araba ríkin, Transjórdanía, Iraq, Sýrland og Libanon, sent herlið til landamæra Palestínu og virtust í nótt allar líkur benda á að innrás verði gerð í landið úr þrem áttum og að Gyðingar og Arabar muni útkljá deilumál sín með blóðugu vopnavaldi,“ sagði til að mynda í Alþýðublaðinu.

Þjóðviljinn horfði langt aftur í tímann, sagði í fyrirsögn Ísraelsríki endurreist eftir 1878 ár. „Með þessari yfirlýsingu var Gyðingaríki endurreist í Palestínu 1878 árum eftir að rómverskar hersveitir Títusar eyddu Jerúsalem.“

Stríðið varði í um eina meðgöngu, eða þar til 10. mars 1949. Ísraelar höfðu sigur í stríðinu og héldu því landsvæði sem þeim var úthlutað með yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1947 auk þess að taka helming af svæði Palestínumanna. Jórdanía tók hins vegar Vesturbakkann og Egyptar tóku Gasasvæðið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Þetta gerðist 18. janúar 1968

Tímamót

Laga­smíða­nám­skeið fyrir ungar konur

Tímamót

Þreyta frumraun með Sinfó

Auglýsing

Nýjast

Þetta gerðist 16. janúar

Stjörnu­stríð á í­þrótta­móti í tölvu­leiknum Fortni­te

Margrét Þórhildur verður drottning

Jafnrétti sinnt í Kópavogi

Fjallað um hinn nýja reka á Hornströndum

Íslenska óperan vígð með viðhöfn

Auglýsing