Steingerður Jónsdóttir fæddist í Húsanesi í Breiðuvík þann 23. september 1928. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 21. október síðastliðinn.

Foreldrar hennar voru Jón Lárusson, bóndi í Húsanesi, f. 24. nóvember 1871, d. 2. febrúar 1959, og Sigríður Oddrún Jónsdóttir, f. 9. júlí 1887, d. 10. nóvember 1968. 

Steingerður var eineggja tvíburi, Steingerður og Björg voru yngstar af 9 systkinum, sjö þeirra náðu nokkuð háum aldri. Björg er eina eftirlifandi systkini Steingerðar.

Steingerður giftist Sigtryggi Sigtryggssyni, f. 19. júní 1928, d 26. mars 1974, þann 31. desember 1968. Sigtryggur átti einn son fyrir, Jón f. 7. desember 1948. 

Steingerður og Sigtryggur áttu saman tvær dætur, 1) Sigríði Guðbjörgu, f. 24. mars 1968, maki: Pétur Pétursson, börn: Sigtryggur Sveinn, Pétur, Steingerður Björk. Og 2) Agnesi f. 02. október, 1969, maki: Siamack Atiabi. 

Steingerður bjó með foreldrum sínum á Húsanesi til 37 ára aldurs þá flutti hún til Reykjavíkur og vann við ýmis störf og stundaði nám í húsmæðraskólanum af miklu kappi. Lengst af vann Steingerður á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði. 

Steingerður kynntist Sveini Gunnlaugssyni, f. 17. ágúst 1938, hann á eina dóttir, Jenný Jónu, f. 5. nóvember 1960, árið 1976 og þau bjuggu saman þar til Steingerður lést. 

Útför Steingerðar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 13 í dag, 30.