Merkisatburðir

St. Paul strandar við Meðalland

Þetta gerðis 16. apríl 1899

Þann 16. apríl fyrir 119 árum, eða árið 1899, strandaði spítalaskipið St. Paul við Meðalland í Vestur-Skaftafellssýslu. St. Paul þótti með eindæmum glæsilegt skip: þrímastra seglskip með litla hjálparvél. Þetta var þriðja vertíð St. Paul en frá því það kom hingað til lands frá Le Havre í Frakklandi hafði það hjálpað fjölmörgum frönskum sjómönnum í háska hér við land.

Tuttugu manna áhöfn St. Paul lenti í miklum hremmingum um páskahelgina árið 1899 þegar skipið strandaði í óveðri, rétt handa við ósa Kúðafljóts.

Ekkert manntjón varð en bændur og búalið í Meðallandi komu áhöfninni til bjargar. Skipið var hins vegar pikkfast í sandinum og saga þurfti stór gat á skrokkinn til að bjarga verðmætum. Þar á meðal voru dýrmætir gripir úr skipskapellunni. Mörg skip hafa strandað í grennd við Meðalland og ekki hefur alltaf gengið jafn vel að bjarga sjófarendum úr háska þar.

Munir úr St. Paul voru seldir á uppboði. Yfir 300 manns mættu til að taka þátt í uppboðinu og stóð það í tvo daga. Lágmarksboð í sjálft skipið var 800 krónur, en það fór á 150 krónur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Merkisatburðir

Eldur kviknaði í Innréttingum Skúla fógeta

Merkisatburðir

Strippdans bannaður á Íslandi

Merkisatburðir

Atómstöðin eftir Halldór Laxness kom út

Auglýsing

Nýjast

Tímamót

Tilraunastöðin að Keldum fagnar sjötíu ára starfi sínu

Tímamót

Íslenskir námsmenn gera byltingu

Tímamót

Opnar heim orgelsins

Tímamót

VERTOnet stofnað

Tímamót

Lýðháskólinn á Flateyri opnar dyr sínar í haust

Tímamót

Allir lásu Bláa hnöttinn

Auglýsing