Merkisatburðir

St. Paul strandar við Meðalland

Þetta gerðis 16. apríl 1899

Þann 16. apríl fyrir 119 árum, eða árið 1899, strandaði spítalaskipið St. Paul við Meðalland í Vestur-Skaftafellssýslu. St. Paul þótti með eindæmum glæsilegt skip: þrímastra seglskip með litla hjálparvél. Þetta var þriðja vertíð St. Paul en frá því það kom hingað til lands frá Le Havre í Frakklandi hafði það hjálpað fjölmörgum frönskum sjómönnum í háska hér við land.

Tuttugu manna áhöfn St. Paul lenti í miklum hremmingum um páskahelgina árið 1899 þegar skipið strandaði í óveðri, rétt handa við ósa Kúðafljóts.

Ekkert manntjón varð en bændur og búalið í Meðallandi komu áhöfninni til bjargar. Skipið var hins vegar pikkfast í sandinum og saga þurfti stór gat á skrokkinn til að bjarga verðmætum. Þar á meðal voru dýrmætir gripir úr skipskapellunni. Mörg skip hafa strandað í grennd við Meðalland og ekki hefur alltaf gengið jafn vel að bjarga sjófarendum úr háska þar.

Munir úr St. Paul voru seldir á uppboði. Yfir 300 manns mættu til að taka þátt í uppboðinu og stóð það í tvo daga. Lágmarksboð í sjálft skipið var 800 krónur, en það fór á 150 krónur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Merkisatburðir

Birna drepin áður en deyfilyfið kom á staðinn

Merkisatburðir

Lauk lögfræðiprófi fyrst kvenna

Merkisatburðir

Skaftáreldar hefjast

Auglýsing

Nýjast

Tímamót

Alþjóðadagur flóttafólks haldinn hátíðlegur í dag

Tímamót

Virkja í sér svikaskáldið

Tímamót

Ungir skurðlæknar fengu fyrsta flokks kennslu

Tímamót

Samskiptatæknin þá og nú

Tímamót

Sagan við hvert fótmál

Tímamót

Hornsteinn lagður að Landspítala

Auglýsing