Spænsk stjórnvöld enduropnuðu landamæri sín við Gíbraltar að hluta þennan mánaðardag árið 1982, eftir að hafa lokað þeim árið 1971. Þau voru opnuð að fullu árið 1985 þegar Spánn varð hluti af Evrópusambandinu.

Gíbraltar er 6,8 km² landsvæði við norðanvert Gíbraltarsund sem liggur milli syðsta odda Pýreneaskaga og nyrsta odda Marokkó og tengir Norður-Atlantshaf og Miðjarðarhaf. Svæðið skiptist í sjö byggðakjarna. Borg er byggð á stöllum allt frá sjávarmáli upp í 90 metra hæð á Gíbraltarhöfða sem er 426 metra hár.

Gíbraltar hefur verið bresk nýlenda síðan árið 1704, með landamæri að Spáni í norðri. Deilur milli þjóðanna um yfirráð þar stóðu lengi. Árið 1969 gengu Gíbraltarbúar að kjörborði til að skera úr um hvort þeir kysu spænsk yfirráð eða bresk og aftur 2002. Yfirgnæfandi meirihluti studdi yfirráð Breta í bæði skiptin. Nú er þríhliða samningur í gildi milli Bretlands, Spánar og Gíbraltar um flugsamgöngur, tolla, fjarskipti, lífeyri og menningarsamstarf.