Tímamót

Sovétmenn flögguðu á þýska þinghúsinu

Þann 2. maí var þinghúsið algerlega á valdi Sovétmanna.

Í dag eru 73 ár liðin frá því að sovéskir hermenn flögguðu fána ríkis síns á þaki þýska þinghússins í Berlín. Um það leyti var orðið ljóst að Þjóðverjar hefðu tapað stríðinu.

Það ríkti talsverð spenna um það hvort Bandaríkjamenn og Bretar, sem sóttu að úr vestri, eða Sovíetmenn úr austri yrðu á undan til Berlínar. Á endanum voru það þeir síðarnefndu sem höfðu betur. Klukkan 14.25 náðu hermenn þeirra á þak þinghússins og náðu að flagga fánanum. Leiðtogi ríkisins, Jósef Stalín, hafði lagt nokkurt kapp á að þeim áfanga yrði náð fyrir verkalýðsdaginn 1. maí.

Degi eftir að atburðurinn átti sér stað náðu Þjóðverjar að fjarlægja fánann en þann 2. maí var þinghúsið algerlega á valdi Sovétmanna. Var fánanum því flaggað á ný en að þessu sinni voru ljósmyndarar með í för.

Það var Jevgení Khaldei sem tók þessa mynd af því tilefni. Það voru þeir Alexei Berest, Míkhaíl Yegorov og Melíton Kantaría sem sáu um að veifa fánanum.

Myndin birtist þann 13. maí í tímaritinu Ogonyok en þá hafði nokkuð verið átt við hana. Meðal annars var úr fjarlægt af hendi liðsforingjans Abdulkhakíms Ísmaílov en á upprunalegu myndinni var hann með tvö slík. Þótti það benda til þess að hann hefði stolið öðru þeirra hið minnsta. Þá var reyk bætt við í bakgrunninn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Hljóðver bókasafnsins opnað fyrir almenning

Merkisatburðir

Silvía Nótt móðgar Evrópu

Tímamót

Lengsta þingræðan tvítug

Auglýsing

Nýjast

Merkisatburðir

Fimmtán ár frá því að Ólafur og Dorrit giftust

Merkisatburðir

Stofnun Ísraelsríkis lýst yfir

Tímamót

Með allt að 100 hesta í kirkjureið

Tímamót

Sauma út á víxl og sækja innblástur í nærumhverfi

Tímamót

Sviðshöfundar sýna lokaverkefni sín í dag

Tímamót

Svefn og næring eru grunnstoðir heilsunnar

Auglýsing