Tímamót

Sýningin Svartmálmur í skoti Ljósmyndasafnsins

Svartmálmur er yfirskrift nýrrar sýningar í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur sem opnuð verður í dag. Ljósmyndir á sýningunni eru eftir Hafstein Viðar Ársælsson.

Svartmálmur gegnir lykilhlutverki í landslagi neðanjarðartónlistar og nýtur vinsælda. Mynd/Hafsteinn

Svartmálmur, ný sýning í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur, verður opnuð í dag klukkan 17. Undanfarin þrjú ár hefur Hafsteinn Viðar Ársælsson markvisst ljósmyndað „black metal“ eða svartmálms-senuna á Íslandi undir dulnefninu „Verði Ljós“.

Heimurinn í kringum þessa tónlistarstefnu virkar á marga sem óaðgengilegur og dularfullur og er því mjög áhugavert fyrir almenning að fá innsýn í hann. Svartmálmur gegnir lykilhlutverki í landslagi neðanjarðartónlistar og nýtur vinsælda víða um heim.

Þrátt fyrir landfræðilega einangrun hefur svartmálmstónlist blómstrað á Íslandi síðastliðinn áratug og klifið upp metorðastigann erlendis. Má þar vafalaust þakka þekktum íslenskum svartmálms-tónlistarútgáfufyrirtækjum, hátíðum á borð við Eistnaflug og Oration og einnig alþjóðlega þekktum hljómsveitum sem hafa borið hróður þessarar tónlistar víða.

Á sýningunni eru meðal annars að finna myndir sem teknar eru undir formerkjum skrásetningar og skáldskapar af hljómsveitum eins og Mismþyrmingu, Nöðru, Nyiþ, Sinmara, Svartadauða og Wormlust, sólóverkefni ljósmyndarans sjálfs.

Meðan á sýningu stendur verður til sölu í safnbúð safnsins samnefnd bók sem komin er út, en hún hefur nú þegar fengið mikla umfjöllun í erlendum miðlum og viðtöl birst við Hafstein Viðar í blöðum á borð við Washington Post og í þungarokks-tónlistartímaritunum Revolver og Kerrang! Einnig hefur hún hlotið umfjöllun í British Photo Journal.

Hafsteinn Viðar stundaði nám við Ljósmyndaskólann á árunum 2014 til 2017.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Virkja í sér svikaskáldið

Merkisatburðir

Birna drepin áður en deyfilyfið kom á staðinn

Tímamót

Ungir skurðlæknar fengu fyrsta flokks kennslu

Auglýsing

Nýjast

Tímamót

Samskiptatæknin þá og nú

Tímamót

Sagan við hvert fótmál

Tímamót

Hornsteinn lagður að Landspítala

Tímamót

Ferð sem hófst fyrir ellefu mánuðum endaði vel

Tímamót

Oft er litið á tækni sem andstæðu við náttúruna

Tímamót

Anna Frank hóf að halda dagbók

Auglýsing