Tímamót

Smíðaði alíslenskan gítar

Guðmundur Höskuldsson sinnir gítarsmíði í frístundum og vill einungis íslenskan efnivið í hljóðfærin. Hann leitar fanga í Hallormsstaðaskógi og fæst við tilraunir.

Guðmundur vinnur í álverinu en dreymir um meiri tíma fyrir gítarsmíðina. Mynd/Ýmir

Það verða allir að skapa sér sérstöðu ef þeir ætla að komast inn á markaðinn með nýja gítara. Þess vegna fór ég að prófa íslenskan við og komst að því að hægt er að nýta hann,“ segir Norðfirðingurinn Guðmundur Höskuldsson. Hann er starfsmaður álversins á Reyðarfirði en fékk hálfs árs frí fyrir fjórum árum, dreif sig til Bandaríkjanna og lærði þar gítarsmíði. Nú er hann með verkstæði í kjallaranum heima hjá sér og gerir þar ýmsar tilraunir.

„Ég byrjaði á að kaupa mér verkfæri þegar ég var aðeins búinn að jafna mig fjárhagslega eftir námið. En hafði líka strax samband við skógræktina á Hallormsstað því mig langaði ekki að gera það sama og allir aðrir, heldur smíða úr íslensku tré. Ég er búinn með einn rafgítar úr birki, ösp og reyni og hann hljómar vel. Enginn íslenskur viður er þó eins harður og sá sem er notaður í fingurborðið í innfluttum gíturum, svo sem íbenholt eða rósaviður. Þess vegna hef ég verið að gera tilraunir með að herða við og sérpantaði tank til þess, enda vil ég ekki að sætta mig við innflutt efni.“

Guðmundur hefur spilað á gítar frá því hann var þrettán ára og breytt eigin gíturum eftir þörfum, eins og fram kemur í nýlegu viðtali í Austurglugganum. „Ég hef verið að kenna syni mínum gítarsmíði og dóttur minni líka, hún skellti sér með sinn til Flateyrar í nýjan lýðháskóla,“ segir Guðmundur og bætir við: „Einnig er ég með skiptinema og smíðaði gítar með honum „Svo á ég eftir að gera það sama með barnabörnunum. Eitt þeirra er gítarleikari.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Stofna sjóð til minningar um fjöl­hæfan lista­mann

Tímamót

Félag háskólakvenna heldur upp á 90 árin

Merkisatburðir

Fyrsta Harry Potter-bókin leit dagsins ljós

Auglýsing

Nýjast

Reykvíkingar tóku varla eftir lokum stríðsins

Mín faglega fjölskylda

Óænt tvist frá Póllandi í danskeppni götustílsins

Gúttóslagurinn í Reykjavík

Starfsaldurinn hærri en aldur kollega

Viljum lifandi umræður

Auglýsing