Tímamót

Slógu í gegn á Ítalíu

Lilja Rún Gísladóttir og Kristinn Þór Sigurðsson dönsuðu suðurameríska dansa til sigurs í alþjóðlegri keppni á Ítalíu í flokki þátttakenda undir nítján ára aldri.

Suðuramerískir dansar henta Lilju Rún og Kristni Þór vel.

Íslendingar náðu góðum árangri í alþjóðlegri danskeppni sem nýlega fór fram í Cervia á Ítalíu. Þar kepptu pör úr öllum heimshornum. Hæst ber frammistöðu Lilju Rúnar Gísladóttur og Kristins Þórs Sigurðssonar í suðuramerískum dönsum, þau unnu í flokki para undir 19 ára aldri og voru í öðru sæti keppenda undir 21 árs aldri.

Lilja Rún segir keppnina hafa verið stranga. „Það voru á fimmta tug para í okkar flokki, undir 19 ára,“ segir hún og upplýsir að Þau Kristinn Þór hafi dansað saman í tvö ár og fljótlega eftir það unnið í alþjóðlegri keppni þar sem 92 pör tóku þátt. „En besti árangur okkar var þó þegar við lentum í 3. sæti á heimsmeistaramóti keppenda undir 19 ára, þar voru 89 pör.“

Lilja Rún kveðst hafa dansað frá því hún var níu ára. „Ég held að Kristinn hafi byrjað tíu ára,“ segir hún og tekur vel þeirri ályktun minni að þau hljóti að eiga framtíðina fyrir sér. „Já, þegar við verðum komin í flokk sem heitir Professional getum við farið að vinna sem dansarar og fá peninga fyrir að keppa.“ Hún segir dansinn vera dýrt sport, því fylgi mikil ferðalög og búningarnir kosti sitt.

Nú er Lilja Rún sextán ára og Kristinn Þór sautján. Bæði æfa þau með Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar og aðalkennarar þeirra eru Adam og Karen Reeve.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Skákkennsla verður efld í grunnskólum Akureyrar

Tímamót

Bíllaus fagna tíu ára starfi

Auglýsing

Nýjast

Fyrsta blökkukonan krýnd fegurðardrottning

Fyrst á svið fyrir 60 árum

Yrkir ádrepur af ýmsu tagi

Okkur fannst ótvíræð þörf fyrir þennan skóla

Aldarafmælis minnst með flutningi ljóða við ný lög

Hrókurinn fagnar 20 árum með stórmóti

Auglýsing