Tímamót

Skilnaður skekur dúkkuheiminn

Barbie ásamt vinkonu sinni að fara í pottinn til að slaka á. NoricPhotos/Getty

Ótrúlegt en satt þá eru orðin 14 ár síðan einhver óvæntasti skilnaður allra tíma átti sér stað. Mattel-fyrirtækið tilkynnti þá að sjálf Barbie og Ken væru hætt saman eftir að hafa verið par í 43 ár.

Dúkkuunnendur voru harmi slegnir en saman hafði parið átt margar gullstundir saman. Það voru ekki allir jafn vissir um að skilnaðurinn væri endanlegur og sögðu þetta aðeins ömurlegt bragð hjá Mattel til að reyna að auka sölu á Barbie sem hafði dregist hratt og örugglega saman.

Ekki leið á löngu þar til Barbie, sem heitir fullu nafni Barbie Millicent Roberts var komin með annan mann upp á arminn. Sá hét Blaine og var frá Ástralíu og stundaði brimbretti af miklum móð. Sjálf valdi hún þó ekki sinn nýja mann því almenningur greiddi atkvæði til að velja kauða.

Um tvær milljónir tóku þátt í atkvæðisgreiðslunni sem fyrirtækið stóð fyrir á heimasíðunni sinni.

Barbie leit fyrst dagsins ljós árið 1959. Mismunandi útgáfur af henni eru enn fáanlegar í yfir 150 löndum víðsvegar um heiminn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Virkja töfra tungu­málanna í Gerðu­bergi

Tímamót

Féll fyrir vinnusöngvum

Auglýsing

Nýjast

Séra Sigurður Helgi Guð­munds­son

Hver dagur þakkarverður

Wiesent­hal var sæmdur riddara­krossi

Vinnan hélt henni ungri

Fyrsta konan útskrifast frá Háskóla Íslands

Hef vonandi náð að gleðja einhverja í gegnum lífið

Auglýsing