Tímamót

Skemmtistaðurinn Glaumbær brann

Slökkviliðsmenn berjast við eldinn í Glaumbæ.

Milljónatjón varð í bruna aðfaranótt þessa dags árið 1971 þegar eldur kviknaði í skemmtistaðnum Glaumbæ við Fríkirkjuveg 7 í Reykjavík.

Eldsins varð vart klukkan rúmlega fjögur og var allt slökkvilið borgarinnar kvatt á vettvang með tæki sín. Nær 60 slökkviliðsmenn börðust við eldinn sem var á efstu hæð hússins. Þar brann allt innan stokks og neðri hæðirnar tvær skemmdust líka mikið af vatni og reyk.

Upphaflega hét Glaumbær Íshúsið Herðubreið, það var byggt árið 1916 til ístöku úr Tjörninni.

Síðar var Framsóknarflokkurinn með skrifstofur og fundarsali í húsinu og þá voru haldnir þar dansleikir reglulega. Sigurbjörn Eiríksson veitingamaður sá um rekstur hússins síðustu árin áður en það skemmdist í eldinum og þá voru unglingadansleikir haldnir þar reglulega með mörgum helstu hljómsveitum bítlatímabilsins. Meðal þess sem brann hina örlagaríku nótt voru hljóðfæri hljómsveitarinnar Náttúru sem voru geymd þar vegna sýninga á Hárinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Fyrsta konan útskrifast frá Háskóla Íslands

Tímamót

Hef vonandi náð að gleðja einhverja í gegnum lífið

Tímamót

List í ljósi er okkar barn

Auglýsing

Nýjast

Árás á Downingstræti

Abdúlla verið konungur Jórdaníu í tuttugu ár

Apollo 14 lendir á Tunglinu

Stefán Jóhann Stefánsson verður forsætisráðherra

Þegar Challenger-skutlan fórst yfir Flórídaskaga

Burns kvöld á BrewDog

Auglýsing