Merkisatburðir

Skaftáreldar hefjast

Þetta gerðist: 8. júní 1783

Eldgos í Eyjafjallajökli árið 2010 þar sem mikið öskufall varð. Fréttablaðið/Pjetur

Á vormánuðum fór að bera á illum þef upp úr Þjórsá og Skaftá auk þess sem ný eyja myndaðist í gosi út af Reykjanesi en hún hvarf nokkru síðar í sjó. Í maí sama ár fór að bera á jarðskjálftum sem fóru vaxandi og 8. júní 1783 hófst svo mesta eldgos Íslandssögunnar.

Til að byrja með varð vart við öskufall í sveitinni og svartur mökkur lagðist yfir byggðina. Sama dag stóðu svo þrír eldar upp úr mekkinum og þeim fylgdu miklar drunur og brennisteinsfnykur. Hægt er að segja að rignt hafi eldi og brennisteini því bláleit rigning helltist yfir sem brenndi gróður og nýrúið fé.

Fólk fann fyrir sviða í augum og á beru hörundinu. Hraun tók að flæða yfir sléttlendi þann 12. júní og þremur dögum síðar fóru fyrstu jarðirnar undir hraun og fólk flýði sveitina. Búsæld hafði verið í Skaftafellssýslu árin áður og töldu margir að gosið væri refsing guðs fyrir ólifnað.

Þann 20. júlí safnaðist fólk saman í kirkjunni á Kirkjubæ og séra Jón Steingrímsson messaði. Kirkjan lék öll á reiðiskjálfi og hraunelgurinn nálgaðist og kirkjugestir héldu þetta sitt síðasta. Hraunið stöðvaðist meðan á messu stóð og hefur hún síðan verið kölluð Eldmessan. Draga fór úr gosinu eftir þetta, en áfram ruddust þó fram hraunspýjur. Gosinu lauk þann 7. febrúar 1784. Í kjölfarið lagðist eiturmóða yfir landið, tún sviðnuðu, bústofn féll og Íslendingum fækkaði um fjórðung. Móðuharðindunum lauk árið 1785.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Merkisatburðir

Birna drepin áður en deyfilyfið kom á staðinn

Merkisatburðir

Lauk lögfræðiprófi fyrst kvenna

Merkisatburðir

Fyrsta blaðagreinin eftir íslenska konu birt

Auglýsing

Nýjast

Tímamót

Virkja í sér svikaskáldið

Tímamót

Ungir skurðlæknar fengu fyrsta flokks kennslu

Tímamót

Samskiptatæknin þá og nú

Tímamót

Sagan við hvert fótmál

Tímamót

Hornsteinn lagður að Landspítala

Tímamót

Ferð sem hófst fyrir ellefu mánuðum endaði vel

Auglýsing