Tímamót

Sjónvarpsmynd Hrafns vekur gríðarmiklar deilur

Sjónvarpsmyndin Blóðrautt sólarlag eftir Hrafn Gunnlaugsson vakti miklar deilur og sitt sýndist hverjum um hrollvekjuna. Lesendabréf blaðanna voru uppfull af hneykslun yfir viðbjóðnum sem boðið var upp á í Ríkissjónvarpinu um hvítasunnuhelgina fyrir 41 ári.

Uppi varð fótur og fit eftir frumsýningu myndarinnar.

Sjónvarpsmyndin Blóðrautt sólarlag eftir Hrafn Gunnlaugsson var sýnd á þessum degi árið 1977. Myndin var framleidd af RÚV og voru það Helgi Skúlason, Róbert Arnfinnsson og Rúrik Haraldsson sem fóru með aðalhlutverk í henni. Myndin var í kjölfarið keypt til sýningar á öllum Norðurlöndunum.

Myndin fjallar um tvo félaga sem ákveða að ferðast út á land til að komast frá skarkala borgarinnar og enda í afskekktu eyðiþorpi. Þar gerist ýmislegt óvænt.

Í kjölfar sýningar myndarinnar brutust út miklar deilur um ágæti hennar en ansi mörgum fannst hreinlega um algjöran viðbjóð að ræða – í Dagblaðinu þann 2. júní komu skoðanir landsmanna ágætlega fram í dálkinum Raddir lesenda, þar hringdi Ragnheiður Guðmundsdóttir meðal annars inn og sagði eftirfarandi:

„Maður bíður í ofvæni eftir íslenzku efni og fær þetta síðan framan í sig. Blóðrautt sólarlag er sá almesti viðbjóður sem ég hef séð. Þetta á ekki að bera á borð. Þetta er hrollvekjandi viðbjóður. Ég botna ekkert í því að sýna þetta efni. Alaumasta innlenda efni sem sjónvarpið hefur sýnt.“

Þetta var nú hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem Hrafn Gunnlaugsson hneykslar. Anton Brink

Reyndar er rétt að minnast á það að Blóðrautt sólarlag er hryllingsmynd og því eru þessi viðbrögð kannski ekki alveg óviðbúin, enda tilgangur slíkra mynda að vekja viðbjóð oftar en ekki.

Kristján Guðmundsson skrifar pistil í Morgunblaðið tæpum mánuði eftir sýningu myndarinnar þar sem hann stingur upp á því að myndin verði endursýnd á aðfangadagskvöld – en það má þó kannski greina eilitla kaldhæðni í skrifum Kristjáns:

„Margir munu segja að „Blóðrautt sólarlag“ sé list og það megi ekki hrófla við neinu. Ég efast ekki um að þetta sé mikil list og höfundur einstæður afburðamaður, verðugur heiðurslauna. Kannski er þetta hátindur listrænnar sköpunar, kannski koma aðrir hærri tindar í ljós síðar á hvítasunnuhátíðum.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Hver dagur þakkarverður

Tímamót

Wiesent­hal var sæmdur riddara­krossi

Tímamót

Vinnan hélt henni ungri

Auglýsing

Nýjast

Fyrsta konan útskrifast frá Háskóla Íslands

Hef vonandi náð að gleðja einhverja í gegnum lífið

List í ljósi er okkar barn

Árás á Downingstræti

Abdúlla verið konungur Jórdaníu í tuttugu ár

Apollo 14 lendir á Tunglinu

Auglýsing