Merkisatburðir

Silvía Nótt móðgar Evrópu

Þetta gerðist: 18. maí 2006.

Sumir vilja meina að Ágústa Eva Erlendsdóttir hafi verið Silvíu Nótt.

Ég vil fara heim til pabba“ veinaði Silvía Nótt í beinni útsendingu eftir að hún hafði ekki hlotið náð fyrir augum Evrópubúa eftir innslag sitt í forkeppni fyrir söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva.

Þennan dag fyrir tólf árum söng hún lag sitt Til hamingju Ísland í forkeppninni sem fór fram í Grikklandi. Áhorfendur keppninnar tóku afar dræmt í atriði hennar en mikið var púað á hana á meðan lagið var flutt.

Lagið sem vann það árið flutti finnska þungarokkshljómsveitin Lordi, Hard Rock Hallelujah.

Í umfjöllun Fréttablaðsins daginn eftir sagðist hún hafa verið ötuð rógi og að hún ætlaði að leita á ný mið með tónlist sína. „Ég ætla að fara á annan stað, þar sem er eitthvað fólk með heila, skilurðu,“ sagði hún. „Ég ætla að fara til Ameríku þar sem ég á fullt af frægum vinum og þar sem ég ætla að gera nýja plötu með Silvíu Night.“ Lítið hefur þó spurst til Silvíu Nætur og Ameríkuævintýra hennar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Stofna sjóð til minningar um fjöl­hæfan lista­mann

Tímamót

Félag háskólakvenna heldur upp á 90 árin

Merkisatburðir

Fyrsta Harry Potter-bókin leit dagsins ljós

Auglýsing

Nýjast

Reykvíkingar tóku varla eftir lokum stríðsins

Mín faglega fjölskylda

Óænt tvist frá Póllandi í danskeppni götustílsins

Gúttóslagurinn í Reykjavík

Starfsaldurinn hærri en aldur kollega

Viljum lifandi umræður

Auglýsing