Séra Sigurður Helgi Guð­munds­son, fyrr­verandi sóknar­prestur og for­stjóri, lést mið­viku­daginn 20. febrúar á hjúkrunar­heimili Hrafnistu í Hafnar­firði. Hann var áður til heimilis að Norður­bakka 3a í Hafnar­firði. 

Sigurður fæddist á Hofi í Vestur­dal í Skaga­firði 27. apríl 1941. For­eldrar hans voru hjónin Guð­mundur Jóns­son bóndi á Stapa í Lýtings­staða­hreppi og síðar póstur á Sauð­ár­króki og Ingi­björg Jóns­dóttir hús­freyja. Sigurður lauk prófi frá Sam­vinnu­skólanum á Bif­röst 1959 og varð stúdent frá M.A. 1965. Sigðurður lauk guð­fræði­prófi frá Há­skóla Ís­lands árið 1970 og fram­halds­nám í kenni­mann­legri guð­fræði og sál­gæslu við Kaup­manna­hafnar­há­skóla 1976. 

Sigurður var sóknar­prestur í Reyk­hóla­presta­kalli á árunum 1970-1972 og Eski­fjarðar­presta­kalli á árunum 1972 til 1977. Jafn­framt var Sigurður skóla­stjóri Barna- og gagn­fræða­skólans á Eski­firði og Skóla­stjóri Tón­listar­skóla Eski­fjarðar og Reyðar­fjarðar á árunum 1975-1977. Sigurður var skipaður sóknar­prestur í Víði­staða­presta­kalli í Hafnar­firði 1977 og starfaði þar uns hann fékk lausn frá em­bætti árið 2001. Sigurður var for­stjóri á Um­önnunar- og hjúkrunar­heimilinu Skjól í Reykja­vík frá 1987 til 2011 og á Hjúkrunar­heimilinu Eir í Reykja­vík frá 1993 til 2011. 

Sigurður gegndi ýmsum trúnaðar­störfum, for­maður Presta­fé­lags Austur­lands 1972-74, for­maður Eski­fjarðar­deildar Rauð kross Ís­lands 1975-77, í stjórn Rauða kross Ís­lands 1977-82, full­trúi Ís­lands í stjórn Elli­mála­sam­bands Norður­landa 1977-93, for­seti sam­takanna 1991-93, for­maður Öldrunar­ráðs Ís­lands 1981-91, í stjórn Fram­kvæmda­sjóðs aldraðra 1983-9 
Sigurður var sæmdur heiðurs­merki hinnar ís­lensku fálka­orðu árið 1988 og stór­riddara­krossi 1997 fyrir störf að fé­lags- og öldrunar­málum. 

Sigurður var kvæntur Bryn­hildi Ósk Sigurðar­dóttur hjúkrunar­fræðingi og djákna. Börn þeirra eru Sigurður Þór, Margrét og Vil­borg Ólöf.


Hægt er að senda inn minningargrein í gegnum netfangið timamot@frettabladid.is.