Sigurður Jónsson fæddist þann 20.12. 1922 á Vesturgötunni í Reykjavík.

Hann andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eir þann 21.04.2019.

Foreldrar hans voru Jón Otti Vigfús Jónsson skipstjóri f.03.09.1893 d.22.07.1973 og Gyða Sigurðardóttir f.06.09.1892 d.04.12.1971.

Sigurður var næstelstur fjögurra systkina. Vigdís f. 09.11.1918 d. 7.01.2014 Sigurður f.20.12.1922 d.21.04.2019 Sigríður f.22.12.1925 d.05.03.1989 og Jón Otti f.17.01.1930.

Sigurður var tvígiftur og var fyrri eiginkona hans Kristjana Sigrún Jakobsdóttir f.17.05.1928 d.17.05.1958 og áttu þau 3 börn. Gyðu f.20.06.1944. d.31.05.2018. Hennar börn eru Kristjana Sigríður, Ragnhildur Jóhanna og Thor Axel. Lilju f.22.12.1948. d.11.02.2017. Hennar barn er Sigurður. Og Sigurð f. 24.09.1951. Hans dóttir er Rita.

Seinni kona Sigurðar var Sigurborg Ólafsdóttir f. 16.07.1930. Og áttu þau einn son, Þorstein f. 24.02.1960. Hans synir eru Jakob Már og Daníel Már. Þau skildu.

Sigurður var í Miðbæjarskólanum sem barn og í Héraðsskólanum á Laugarvatni tvo vetur.

Hann fór svo á sjó á síldveiðar og á togara. Sigurður byrjaði í Tollgæzlunni 19 ára og var þar þangað til 90 ára reglunni var náð.

Sigurður var mikill sundmaður og lærði sund á Álafossi 7 ára. Hann byrjaði að æfa sund með KR og keppti í 17 ár. Hann átti öll met í bringusundi í mörg ár og var fyrsti íslendingurinn sem komst í úrslit á Evrópusundmóti en það var árið 1947. Það liðu svo 38 ár áður en næsti maður komst í úrslit. Sigurður keppti svo á ólympíuleikunum í London árið 1948. Sigurður bar bæði gullmerki KSÍ og KR.

Sigurður var mikill hljómlistamaður og spilaði á harmonikku, trommur, munnhörpu og píanó, hann spilaði á sveitaböllum og dansleikjum í Reykjavík í gamla daga. Sigurður stundaði gömlu dansana í fjölmörg ár, stundum fór hann þrisvar í viku á dansleik.

Fyrstu búskaparárin bjó hann á Vesturgötunni og síðan byggði hann húsið að Goðheimum 6 árið 1959. Hann bjó þar þartil 1968 og keypti þá íbúð í Álfheimum 46 og bjó þar til dauðadags.