Tímamót

Sigmundur Davíð árinu eldri

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fagnaði 43 ára afmæli í dag.

Sigmundur Davíð er 43 ára í dag. Fréttablaðið/Ernir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fagnar 43 ára afmæli í dag. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Sigmundur lagst í ýmis verkefni, verið bæði formaður Miðflokksins og Framsóknarflokksins og forsætisráðherra.  

Gunnar Bragi Sveinson, þingmaður fagnaði afmæli Sigmundar á Facebook síðu sinni í dag og sagði tvennt gott við daginn. Annað væri afmæli Sigmundar og að hitt væri að þrjú ár væru síðan hann afhenti Evrópusambandinu bréf sem sleit viðræðum um aðild Íslands að bandalaginu. 

Ef marka má Facebook síðu Sigmundar þá eyddi hann deginum ekki einungis við veisluhöld heldur deildi hann nýjum EES reglugerðum og spurði fylgjendur sína hvert þeirra hann ætti að lesa í tilefni dagsins. „Alltaf passar Evrópusambandið upp á að manni leiðist ekki.“ Ekki fylgir sögunni hvert af skjölunum Sigmundur valdi í tilefni dagsins. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Minni Íslands og sögunnar

Tímamót

Bára Tómasdóttir – kona ársins

Tímamót

Ævintýri hve samhentir ólíkir einstaklingar verða

Auglýsing

Nýjast

Ég er alveg í skýjunum

Sveitungar fjöl­menntu á há­tíð norð­lensks matar

Ungar athafnakonur ætla að fjölmenna í Hörpu

Meiri afslöppun að spila lag en að sitja í tölvunni

Tug­milljónir í bætur við Arnar­ker og í Reykja­dal

Söng, söng, meiri söng

Auglýsing