Merkisatburðir

Sexmenningarnir frá Birmingham látnir lausir

Sexmenningarnir veifa til fjöldans eftir að dómstóllinn viðurkenndi að þeir hefðu setið saklausir inni í heil 16 ár. Frá vinstri: John Walker, Paddy Hill, Hugh Callaghan, Richard McIlkenny, Gerry Hunter og William Power. NordicPhotos/Getty

Sexmenningarnir frá Birmingham, Hugh Callaghan, Patrick Joseph Hill, Gerard Hunter, Richard McIlkenny, William Power og John Walker, sem höfðu setið í bresku fangelsi í sextán ár fyrir sprengjuárásir á krár í Birmingham, voru látnir lausir þennan dag þegar dómstóll kvað upp þann úrskurð að lögreglan hefði hagrætt eða búið til sannanir gegn þeim á sínum tíma. Það hafði aðeins tekið þrjá daga að fá þá sakfellda.

Sannanir voru ófullnægjandi og ný tækni hafði leitt í ljós að lögreglan falsaði sönnunargögn til að fá þá dæmda. Lögreglan pyntaði þá til játninga en flestum þótti það merkilegast að lögreglan vissi trúlega hver hefði í raun og veru framið árásirnar. Slíkt olli mikilli hneykslan þegar fjölmiðlar fóru að grafa sannleikann upp en fjölmiðlum er þakkað mjög fyrir að málið var tekið upp aftur.

Þann 21. nóvember 1974 hafði írski lýðveldisherinn, IRA, sprengt tvær krár í Birmingham á Englandi í loft upp. Tuttugu og einn lét lífið, hundrað sextíu og tveir slösuðust, margir alvarlega. Þetta voru mestu fjöldamorð í breskri sögu. Mikil áhersla var lögð á að koma glæpamönnunum bak við lás og slá og fór svo að lögreglan handtók í raun bara einhverja og dæmdi þá í lífstíðarfangelsi.

Sexmenningarnir fengu allir um milljón pund í skaðabætur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Tíðar­andinn nær jafn­vel í gegn í kirkju­görðunum

Tímamót

Aðgengi fyrir allt árið hlaut umhverfisverðlaun

Tímamót

Við verðum í jólaskapi

Auglýsing

Nýjast

Garðurinn standsettur á undan baðherberginu

Skemmtistaðurinn Glaumbær brann

Heiðruðu fjölþjóðlegan hóp nýdoktora frá HÍ

Menningarteiti Teits haldið þriðja árið í röð

Drifinn áfram á kraftinum

Í dag verður reynt að lenda geimfarinu InSight á Mars

Auglýsing