Tímamót

Setur upp menningarhús á flugvöllum landsins

Myndlistarmaðurinn Tolli sér veggi íslenskra flugstöðva sem ákjósanlega sýningarsali. Hann hefur hengt upp 23 ný olíumálverk á Egilsstaðaflugvelli með leyfi Isavia. Tolli ríður á vaðið en hugmyndin er að ungir listamenn fái svo tækifæri til að sýna á flugvöllunum.

Tolli á vinnustofu sinni rétt áður en hann fór í loftið og flaug til Egilsstaða. Fréttablaðið/Eyþór

Ég fékk þá hugmynd einhvern tíma á síðasta ári að nýta flughafnir landsins, þessar stóru byggingar, sem menningarhús. Henni var vel tekið af forsvarsmönnum Isavia, sem sér um rekstur húsanna,“ segir Þorlákur Morthens, betur þekktur sem Tolli. Hann hefur nú gert þessa hugmynd að veruleika með því að opna myndlistarsýningu í flugstöðinni á Egilsstöðum í gær. Þar setti hann upp tuttugu og þrjú olíumálverk sem öll eru ný af nálinni.

Tolli heldur áfram að rökstyðja sína hugmynd og lýsa framtíðarskipulagi sýningarhaldsins sem Isavia muni sjá um.

„Flugstöðvarnar eiga það allar sameiginlegt að í þeim er mikil birta og alls staðar eru stórir veggir. Rýmið er til staðar og fólkið er til staðar, oft er það fólk sem er að bíða og hefur því góðan tíma til að líta í kringum sig. Hugmyndin sem ég lagði af stað með er sú að ég mundi bara byrja, svona prufukeyra, og síðan yrði lögð áhersla á að ungt listafólk hefði þarna sýningaraðstöðu.“

Ertu þá að tala um ungt fólk í héraði eða bara á alþjóðavísu?

„Það er menningarstefna sem fyrirtækið setur. Ég sé fyrir mér að það mætti blanda því, það væri akkur að því fyrir landsbyggðina að fá fólk úr 101 með sína list á svæðið. Vel má vera að Isavia verði með einhvern ráðgjafa sem sér um samskiptin við grasrótina og skipuleggur sýningarnar. Þessi rými má nýta undir tónlist, bókmenntir, listgjörninga af ýmsu tagi. Þannig er nýtingin dálítið samfélagslegt dæmi,“ segir Tolli og upplýsir að fjöltefli verði í flugstöðinni á Egilsstöðum í dag í boði Hjörvars Steins Grétarssonar skákmeistara. Taflmótið undirstriki þann fjölbreytileika sem þar rúmist.gun@frettabladid.is

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Féll fyrir vinnusöngvum

Minningargreinar

Séra Sigurður Helgi Guð­munds­son

Auglýsing

Nýjast

Hver dagur þakkarverður

Wiesent­hal var sæmdur riddara­krossi

Vinnan hélt henni ungri

Fyrsta konan útskrifast frá Háskóla Íslands

Hef vonandi náð að gleðja einhverja í gegnum lífið

List í ljósi er okkar barn

Auglýsing