Tímamót

Sérfræðingar tilkynntu að þeim hefði tekist að klóna kind

Þetta gerðist 22. febrúar 1997.

Vísindamaðurinn Ian Wilmut frá Roslin Institute og kindin Dollý. NORDICPHOTOS/AFP

Í Roslin í Skotlandi tikynntu genasérfræðingar að þeir hefðu klónað sauðkind sem þeir nefndu Dollý. Dollý var fyrsta klónaða spendýrið. Fruman, sem Dollý var klónuð úr, var tekin úr júgri 6 ára gamallar finnskrar Dorset-kindar.

Kindin Dollý gekk upprunalega undir dulnefninu 6LL3. Einn þeirra sem aðstoðuðu við burð hennar stakk upp á nafninu „Dolly“ í höfuðið á hinni brjóstamiklu kántrísöngkonu Dolly Parton, þar sem fruman, sem Dollý var klónuð úr, kom úr júgri móður hennar

Dollý var eina tilraunin til klónunar sem tókst af samtals 277 tilraunum, sem Roslin-stofnunin gerði á sauðfé. Fæðing hennar var ekki kynnt fyrr en í febrúar 1997.

Dollý drapst 14. febrúar 2003 úr mæðiveiki og þann 9. apríl 2003 var hún stoppuð upp og höfð til sýnis á Royal-safninu í Edinborg.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Bíllaus fagna tíu ára starfi

Merkisatburðir

Fyrsta blökkukonan krýnd fegurðardrottning

Auglýsing

Nýjast

Fyrst á svið fyrir 60 árum

Yrkir ádrepur af ýmsu tagi

Okkur fannst ótvíræð þörf fyrir þennan skóla

Aldarafmælis minnst með flutningi ljóða við ný lög

Hrókurinn fagnar 20 árum með stórmóti

Listin lengst af hliðargrein

Auglýsing