Tímamót

Sauma út á víxl og sækja innblástur í nærumhverfi

Kristján Ellert Arason og Loji Höskuldsson opna sýningu sína, Kristján og Loji umpotta, í dag í Listasal Mosfellsbæjar. Hafa unnið að verkunum í átta mánuði en aðeins hist tvisvar sinnum. Samvinna þeirra hefur þó gengið prýðilega og orðið að nokkurs konar leik.

Loji Höskuldsson fæddist árið 1987 í Reykjavík. Hann útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2010. Fréttablaðið/GVA

Sýningin Kristján og Loji umpotta verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar í dag klukkan 16.

Sýningin er hluti af hátíðinni List án landamæra og er samsýning Kristjáns Ellerts Arasonar og Loja Höskuldssonar.

Kristján Ellert Arason er fæddur árið 1958. Fyrstu ár ævi sinnar ólst hann upp í Mosfellssveit en flutti síðar til Reykjavíkur. Hann hefur stundað nám við Stýrimannaskólann, Höfðaskóla og Öskjuhlíðarskóla. Síðustu níu ár hefur hann unnið að myndlist á vinnustofum Sólheima. Í list sinni hefur Kristján Ellert unnið mest með útsaum og hefur hann sýnt verk sín víða. Vandvirkni einkennir handbragð Kristjáns Ellerts, hann saumar út lítil varfærnisleg saumspor og vinnur lengi að hverri mynd.

Loji Höskuldsson fæddist árið 1987 í Reykjavík. Hann útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2010. Í list sinni kannar hann hefðbundnar og nýjar leiðir í útsaumi, tækni sem hann hefur þróað út frá mömmu sinni, sem er atvinnusaumakona og meistari í útsaumi. Loji hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og haldið einkasýningar. Viðfangsefni verka hans eru fengin úr hversdagsleikanum, svo sem plöntur og ávextir og minna stundum á verk flæmsku endurreisnarmeistaranna.

Frá haustinu 2017 hafa þessir tveir listamenn unnið að verkum fyrir sýninguna Kristján og Loji umpotta.

Listamennirnir hafa þó einungis hist tvisvar þessa átta mánuði sem þeir hafa unnið saman þar sem Loji er búsettur í Svíþjóð. Samvinnan hefur þó gengið prýðilega og hefur orðið að nokkurs konar leik. Þannig saumar annar út hluta myndarinnar, til dæmis blómapottinn eða blómið, og sendir hinum, sem klárar myndina. Það er erfitt fyrir áhorfandann að sjá hvor hefur saumað hvað en Kristján og Loji eru hálfgerðir listabræður.

Báðir vinna þeir útsaumsverk á brúnan striga, litaval í verkum þeirra er svipað, þeir hafa óbilandi áhuga á mismunandi útsaumsaðferðum og sækja innblástur sinn í nærumhverfið. Afrakstur samvinnunnar er þrettán nýjar plöntur sem fá að blómstra á hátíðinni List án landamæra í ár. Sýningin verður opin til 15. júní og er opin á opnunartíma Bókasafns Mosfellsbæjar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Minni Íslands og sögunnar

Tímamót

Bára Tómasdóttir – kona ársins

Tímamót

Ævintýri hve samhentir ólíkir einstaklingar verða

Auglýsing

Nýjast

Ég er alveg í skýjunum

Sveitungar fjöl­menntu á há­tíð norð­lensks matar

Ungar athafnakonur ætla að fjölmenna í Hörpu

Meiri afslöppun að spila lag en að sitja í tölvunni

Tug­milljónir í bætur við Arnar­ker og í Reykja­dal

Söng, söng, meiri söng

Auglýsing