Tímamót

Samskip flytja sig til Hull

Samskip flytja viðkomustað sinn á Bretlandseyjum frá Immingham og yfir til Hull. Þessir tveir staðir eru í næsta nágrenni hvor við annan. Í Hull hefur verið hafnarstarfsemi samfleytt í 245 ár og í dag fara um 9,3 milljónir tonna af varningi um höfnina á hverju ári.

Flutningaskip Samskipa affermt við sögufræga höfnina í Hull. Mynd/Samskip

Viðkomustaður Samskipa á Bretlandseyjum hefur hingað til verið í Immingham en í júlí verður breyting á og munu Samskip flytja sig yfir til Hull.

Hull er næstumsvifamesta höfn Samskipa á eftir höfninni í Rotterdam og jafnframt eru Samskip stærsti viðskiptavinur hafnarinnar í Hull – á ári hverju flytur fyrirtækið þangað yfir 100 þúsund gámaeiningar.

„Höfnin í Hull býður viðskiptavinum sínum afbragðs aðstöðu og þjónustu, sem kemur viðskiptavinum okkar til góða. Breytingin leiðir af sér styttri viðkomutíma skipa og þar með bætta þjónustu við viðskiptavini okkar,“ segir Guðmundur Þór Gunnarsson, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Samskipa.

Þó að Samskip flytji viðkomustað sinn yfir til Hull verða vöruhús fyrirtækisins þó enn á sama stað enda er ekki langt á milli Immingham og Hull. Engin breyting verður á móttöku lausavöru.

Guðmundur Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Samskipa.

„Við breytinguna finna viðskiptavinir okkar fyrst og fremst fyrir hærra þjónustustigi. Annað er óbreytt,“ segir Guðmundur Þór.

Hafnarviðskipti eru ekkert ný af nálinni í Hull en rekja má sögu þeirra þar í bæ allt aftur til þrettándu aldar. Hull Dock Company var stofnað árið 1773 og þá var fyrsta höfnin byggð og hefur hafnarstarfsemi í borginni staðið óslitið í ein 245 ár. Eigandi hafnarinnar er í dag Associated British Ports og um hana fara um 9,3 milljónir tonna af varningi á ári hverju.

Með þessum breytingum tengjast áætlunarsiglingar Samskipa til og frá Íslandi nú við flutningakerfi Samskipa í Evrópu um tvær lykilhafnir, Hull og Rotterdam. Breytingarnar opna þannig á nýjar tengingar fyrir viðskiptavini félagsins á Íslandi við flutningakerfi Samskipa í Evrópu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Afmæli

Athvarf listamanna í 35 ár

Tímamót

Fólk fer betur með bílinn sinn en röddina

Tímamót

Stofna sjóð til minningar um fjöl­hæfan lista­mann

Auglýsing

Nýjast

Félag háskólakvenna heldur upp á 90 árin

Fyrsta Harry Potter-bókin leit dagsins ljós

Reykvíkingar tóku varla eftir lokum stríðsins

Mín faglega fjölskylda

Óænt tvist frá Póllandi í danskeppni götustílsins

Gúttóslagurinn í Reykjavík

Auglýsing