Tímamót

Safnahúsið við Hverfisgötu vígt

Þetta gerðist 28. mars 1909

Þjóðmenningarhúsið, sem stendur við Hverfisgötu 15, var byggt fyrir Landsbókasafn Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands á árunum 1906 til 1908 og opnað almenningi 28. mars 1909. Þjóðminjasafn Íslands og Náttúrugripasafn Íslands voru einnig í húsinu um langt árabil. Húsið var fljótlega kallað Safnahúsið, því lengi vel voru undir þaki þess allir helstu dýrgripir íslensku þjóðarinnar.

Helsti frumkvöðull að byggingu Safnahússins var Hannes Hafstein, fyrsti ráðherra Íslands, en það var danski arkitektinn Johannes Magdahl Nielsen sem teiknaði húsið.

Eftir að söfnin fluttu eitt af öðru í nýtt og hentugra húsnæði fékk Safnahúsið annað hlutverk, eftir talsverðar endurbætur fyrir aldamótin síðustu. Það er í dag vettvangur fyrir íslenskan þjóðararf í hnotskurn, en starfsemin felst einkum í fjölbreyttu sýningarhaldi. Þjóðmenningarhúsið er þannig meðal annars sameiginlegur vettvangur íslenskra þjóðmenningarstofnana með vönduðum sýningum á úrvali merkra þjóðargersema.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Finnst mér hafa aldrei liðið betur

Tímamót

Í anda Guðrúnar frá Lundi

Tímamót

Tónlist getur tjáð svo margt

Auglýsing

Nýjast

Álitinn klikkaður þegar hann sagðist á leið í sjóinn

Sækja í leikskólann sinn

Vildi vera betri fyrirmynd

Hvalfjarðargöngin opnuð

Skallinn sem skyggði á sigurstund Ítala

Loksins sól og hitamet slegið í Reykjavík

Auglýsing