Tímamót

Sækja í leikskólann sinn

Fimm starfsmenn í leikskólanum Klettaborg í Grafarvogi voru þar sem leikskólabörn á sínum tíma og hafa laðast að honum aftur. Lilja Eyþórsdóttir er leikskólastjóri.

Lilja hefur starfað sem leikskólastjóri í Klettaborg í næstum aldarfjórðung og laðar greinilega að. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Fimm af þeim sem vinna hér í leikskólanum voru hér í æsku, eða 25 prósent starfsmannahópsins. Mér persónulega finnst skemmtilegt að þeir leiti í gamla leikskólann sinn eftir starfi. Það sýnir að þeim hefur ekki liðið illa hér sem börnum,“ segir Lilja Eyþórsdóttir, leikskólastjóri í Klettaborg í Grafarvogi.

„Ein þessara fimm er leikskólakennari og hún var með fyrstu börnum sem voru hér þegar leikskólinn var opnaður. Önnur er í leikskólaliðanámi, það fer fram í Borgarholtsskóla og hefur leitt marga í leikskólakennaranám í framhaldinu,“ heldur Lilja áfram.

Þótt leikskólabörnin séu í sumarfríi og flest starfsfólk Klettaborgar er Lilja enn að vinna þessa viku. Hún byrjaði þar árið 1994 og á því 25 ára starfsafmæli sem leikskólastjóri þar á næsta ári. Lilja segir algengt að fyrrverandi leikskólabörn sæki þar um vinnu en í ár sé hlutfallið óvenju hátt. „Hér hafa um það bil 800 börn farið í gegn á þessum tíma, miðað við fjölda í árgöngum. Allt frá því fyrsta barn úr leikskólanum var svona sautján ára höfum við verið með einn og einn starfsmann sem var hér í æsku. Þannig hefur það verið í gegnum árin.“

Lilja segir fyrrverandi leikskólabörn hafa starfað mislengi í Klettaborg. „Sum hafa verið hér í fríi frá námi um stundarsakir og önnur valið að vera hér sumarvinnu. En nokkur þeirra hafa síðan leitað í nám sem tengist þessu starfi. Það finnst mér jákvætt.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Stofna sjóð til minningar um fjöl­hæfan lista­mann

Tímamót

Félag háskólakvenna heldur upp á 90 árin

Merkisatburðir

Fyrsta Harry Potter-bókin leit dagsins ljós

Auglýsing

Nýjast

Reykvíkingar tóku varla eftir lokum stríðsins

Mín faglega fjölskylda

Óænt tvist frá Póllandi í danskeppni götustílsins

Gúttóslagurinn í Reykjavík

Starfsaldurinn hærri en aldur kollega

Viljum lifandi umræður

Auglýsing