Tímamót

Sækja í leikskólann sinn

Fimm starfsmenn í leikskólanum Klettaborg í Grafarvogi voru þar sem leikskólabörn á sínum tíma og hafa laðast að honum aftur. Lilja Eyþórsdóttir er leikskólastjóri.

Lilja hefur starfað sem leikskólastjóri í Klettaborg í næstum aldarfjórðung og laðar greinilega að. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Fimm af þeim sem vinna hér í leikskólanum voru hér í æsku, eða 25 prósent starfsmannahópsins. Mér persónulega finnst skemmtilegt að þeir leiti í gamla leikskólann sinn eftir starfi. Það sýnir að þeim hefur ekki liðið illa hér sem börnum,“ segir Lilja Eyþórsdóttir, leikskólastjóri í Klettaborg í Grafarvogi.

„Ein þessara fimm er leikskólakennari og hún var með fyrstu börnum sem voru hér þegar leikskólinn var opnaður. Önnur er í leikskólaliðanámi, það fer fram í Borgarholtsskóla og hefur leitt marga í leikskólakennaranám í framhaldinu,“ heldur Lilja áfram.

Þótt leikskólabörnin séu í sumarfríi og flest starfsfólk Klettaborgar er Lilja enn að vinna þessa viku. Hún byrjaði þar árið 1994 og á því 25 ára starfsafmæli sem leikskólastjóri þar á næsta ári. Lilja segir algengt að fyrrverandi leikskólabörn sæki þar um vinnu en í ár sé hlutfallið óvenju hátt. „Hér hafa um það bil 800 börn farið í gegn á þessum tíma, miðað við fjölda í árgöngum. Allt frá því fyrsta barn úr leikskólanum var svona sautján ára höfum við verið með einn og einn starfsmann sem var hér í æsku. Þannig hefur það verið í gegnum árin.“

Lilja segir fyrrverandi leikskólabörn hafa starfað mislengi í Klettaborg. „Sum hafa verið hér í fríi frá námi um stundarsakir og önnur valið að vera hér sumarvinnu. En nokkur þeirra hafa síðan leitað í nám sem tengist þessu starfi. Það finnst mér jákvætt.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Skákkennsla verður efld í grunnskólum Akureyrar

Tímamót

Bíllaus fagna tíu ára starfi

Auglýsing

Nýjast

Fyrsta blökkukonan krýnd fegurðardrottning

Fyrst á svið fyrir 60 árum

Yrkir ádrepur af ýmsu tagi

Okkur fannst ótvíræð þörf fyrir þennan skóla

Aldarafmælis minnst með flutningi ljóða við ný lög

Hrókurinn fagnar 20 árum með stórmóti

Auglýsing