Tímamót

Robbie Fowler fæddist

Þetta gerðist: 9. apríl 1975

Robbie Fowler.

Robert Bernard Fowler, eða Robbie Fowler eins og hann er oftast kallaður, er fæddur 9. apríl 1975 og er því 43ja ára gamall í dag. Fowler var sóknarmaður og mikill markaskorari.

Fowler spilaði á árunum 1993 til 2012. Hann er þekktastur fyrir að spila hjá Liverpool og er sjötti markahæsti maðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði 183 mörk í heildina fyrir Liverpool, þar af 128 mörk í úrvalsdeildinni. Aðdáendur Liverpool kölluðu hann Guð vegna einstakra hæfileika hans.

Á alfræðivefnum Wikipedia kemur fram að Fowler hafi verið Everton- aðdáandi í bernsku. Hann byrjaði að spila með unglingaliði Liverpool árið 1991. Á 17 ára afmælisdaginn sinn árið 1992 gerði hann síðan samning við félagið. Þar með var atvinnumennskan hafin.

Stan Collymore spilaði með Fowler hjá Liverpool árin 1995-1997. Hann sagði í sjálfsævisögu sinni að Fowler væri besti leikmaður sem hann hefði nokkurn tímann spilað með.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Dönsuðu við ræningjana

Merkisatburðir

Össur afhenti umsókn Íslands að Evrópusambandinu

Tímamót

Finnst mér hafa aldrei liðið betur

Auglýsing

Nýjast

Í anda Guðrúnar frá Lundi

Tónlist getur tjáð svo margt

Álitinn klikkaður þegar hann sagðist á leið í sjóinn

Sækja í leikskólann sinn

Vildi vera betri fyrirmynd

Hvalfjarðargöngin opnuð

Auglýsing