Tímamót

Robbie Fowler fæddist

Þetta gerðist: 9. apríl 1975

Robbie Fowler.

Robert Bernard Fowler, eða Robbie Fowler eins og hann er oftast kallaður, er fæddur 9. apríl 1975 og er því 43ja ára gamall í dag. Fowler var sóknarmaður og mikill markaskorari.

Fowler spilaði á árunum 1993 til 2012. Hann er þekktastur fyrir að spila hjá Liverpool og er sjötti markahæsti maðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði 183 mörk í heildina fyrir Liverpool, þar af 128 mörk í úrvalsdeildinni. Aðdáendur Liverpool kölluðu hann Guð vegna einstakra hæfileika hans.

Á alfræðivefnum Wikipedia kemur fram að Fowler hafi verið Everton- aðdáandi í bernsku. Hann byrjaði að spila með unglingaliði Liverpool árið 1991. Á 17 ára afmælisdaginn sinn árið 1992 gerði hann síðan samning við félagið. Þar með var atvinnumennskan hafin.

Stan Collymore spilaði með Fowler hjá Liverpool árin 1995-1997. Hann sagði í sjálfsævisögu sinni að Fowler væri besti leikmaður sem hann hefði nokkurn tímann spilað með.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Þetta gerðist 18. janúar 1968

Tímamót

Laga­smíða­nám­skeið fyrir ungar konur

Tímamót

Þreyta frumraun með Sinfó

Auglýsing

Nýjast

Þetta gerðist 16. janúar

Stjörnu­stríð á í­þrótta­móti í tölvu­leiknum Fortni­te

Margrét Þórhildur verður drottning

Jafnrétti sinnt í Kópavogi

Fjallað um hinn nýja reka á Hornströndum

Íslenska óperan vígð með viðhöfn

Auglýsing