Merkisatburðir

Richard Nixon jarðsunginn

Þetta gerðist: 27. apríl 1994

Richard Nixon var 37. forseti Bandaríkjanna. Forseti Bandaríkjanna.

Richard Nixon fæddist árið 1913 og var 37. forseti Bandaríkjanna. Hann sat á forsetastóli frá árinu 1969 til 1974, en sagði af sér embætti eftir Watergatehneykslið svokallaða.

Nixon hlaut strangt uppeldi þar sem foreldrarnir voru kvekarar. Fjölskyldan var ekki efnuð og gekk Nixon í kvekaraskóla í heimabyggð sinni. Hann var ötull í félagslífi skólans auk þess sem hann kenndi í sunnudagaskóla. Nixon kynntist konu sinni, Thelmu Pat Ryan, árið 1940 og bað hennar strax á fyrsta stefnumóti. Þau eignuðust tvær dætur.

Ferill Nixons í forsetaembætti var umdeildur, en hann er eini forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem hefur sagt af sér embætti. Hann lést 22. apríl 1994 og var lagður til hinstu hvílu fimm dögum síðar, við hlið konu sinnar, við bókasafn Richards Nixon í borginni Yorba Linda í Kaliforníu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Merkisatburðir

Silvía Nótt móðgar Evrópu

Merkisatburðir

Fimmtán ár frá því að Ólafur og Dorrit giftust

Merkisatburðir

Stofnun Ísraelsríkis lýst yfir

Auglýsing

Nýjast

Tímamót

Hljóðver bókasafnsins opnað fyrir almenning

Tímamót

Lengsta þingræðan tvítug

Tímamót

Með allt að 100 hesta í kirkjureið

Tímamót

Sauma út á víxl og sækja innblástur í nærumhverfi

Tímamót

Sviðshöfundar sýna lokaverkefni sín í dag

Tímamót

Svefn og næring eru grunnstoðir heilsunnar

Auglýsing