Merkisatburðir

Richard Nixon jarðsunginn

Þetta gerðist: 27. apríl 1994

Richard Nixon var 37. forseti Bandaríkjanna. Mynd/AP

Richard Nixon fæddist árið 1913 og var 37. forseti Bandaríkjanna. Hann sat á forsetastóli frá árinu 1969 til 1974, en sagði af sér embætti eftir Watergatehneykslið svokallaða.

Nixon hlaut strangt uppeldi þar sem foreldrarnir voru kvekarar. Fjölskyldan var ekki efnuð og gekk Nixon í kvekaraskóla í heimabyggð sinni. Hann var ötull í félagslífi skólans auk þess sem hann kenndi í sunnudagaskóla. Nixon kynntist konu sinni, Thelmu Pat Ryan, árið 1940 og bað hennar strax á fyrsta stefnumóti. Þau eignuðust tvær dætur.

Ferill Nixons í forsetaembætti var umdeildur, en hann er eini forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem hefur sagt af sér embætti. Hann lést 22. apríl 1994 og var lagður til hinstu hvílu fimm dögum síðar, við hlið konu sinnar, við bókasafn Richards Nixon í borginni Yorba Linda í Kaliforníu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Sveitungar fjöl­menntu á há­tíð norð­lensks matar

Tímamót

Ungar athafnakonur ætla að fjölmenna í Hörpu

Tímamót

Meiri afslöppun að spila lag en að sitja í tölvunni

Auglýsing

Nýjast

Tug­milljónir í bætur við Arnar­ker og í Reykja­dal

Söng, söng, meiri söng

Kvennalistinn var stofnaður

Mannskæðasta árásin í sögu Spánar

Form sem fáir gefa gaum

Laxa­bakki þjóðar­ger­semi

Auglýsing