Það var þennan mánaðardag árið 1847 sem Prestaskólinn var fyrst settur í Reykjavík. Hann var stofnaður í kjölfar þess að Bessastaðaskóli var lagður niður. Fyrsti forstöðumaður skólans var Pétur Pétursson sem síðar varð biskup Íslands.

Fram til ársins 1851 var Prestaskólinn starfræktur í húsi Lærða skólans í Þingholtunum sem hafði verið stofnaður ári fyrr. Þá fluttist hann í Hafnarstræti og síðan í Austurstræti 22 árið 1873. Þar var hann þar til Háskóli Íslands tók til starfa í Alþingishúsinu 17. júní 1911. Þá rann hann inn í Háskólann sem guðfræðideild hans.

Prestaskólinn varð þannig fyrsti vísirinn að Háskóla Íslands. Fram að stofnun hans hafði próf frá latínuskólunum, ásamt prófum sem prestar veittu, gilt sem undirbúningur undir prestsstarf á Íslandi.