Páll var fæddur í Haukadal í Dýrafirði 15. júlí 1925. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold/Hrafnistu þann 11. oktober. Foreldrar hans voru Jón Pálsson, skipstjóri frá Haukadal, f. 27.9. 1895, d. 15.1. 1949, og kona hans Matthildur Kristjánsdóttir, f. 23.9. 1900, d. 2.1. 1995. Systkini Páls eru Guðný, f. 12.8.29, d. 9.1.98,  Svanfríður, f. 26.10. 1932, d. 1.1. 1998, og Guðrún, f. 29.1. 1936.

Páll giftist 26.12.51, Þóru Eygló Þorleifsdóttur,  f. 17.11.29. Foreldrar hennar voru Þorleifur Jónsson loftskeytamaður, f. 6.1.1909, d. 3.7.89, og Guðmunda Dagbjört Guðmundsdóttir, f. 20.2.1908, d. 2.8.1999.

Börn þeirra eru:

 1) Jón Vilhelm, f. 9.8.1951, maki  Salome Kristín Jakobsdóttir f. 5.1.1954. Börn þeirra eru Hafdís Ósk og Páll Þórir

 2) Guðmundur Þorleifur, f. 11.5.1953, maki Ásta Gísladóttir f 26.11.1954. Börn þeirra Unnur María, Guðmunda Dagbjört og Þóra Sif.

3) Anna Sigríður, f. 5.4.1955 maki Karl Tómasson f. 28.12.1952. Börn þeirra eru Eygló Fríða, Tómas, Svanur og Viktoría Kolfinna.

4) Matthildur f. 31.7.1960, maki  Birgir Ragnarsson f. 13.3.1949. Börn Matthildar eru Reinhold Páll, f. 13.6.78, d.29.7.84, Róbert Þórir, Rósa Svava og Páll Sigurður.

Páll ólst upp í Brautarholti í Haukadal, og lauk gagnfræðaprófi frá Núpi í Dýrafirði. Fyrir vestan vann hann ýmis störf við fiskvinnslu, vegavinnu ofl. Um tvítugt fór hann til Reykjavíkur og hóf nám í rafvirkjun hjá Johan Rönning og lauk sveinsprófi 1951. Seinna vann hann með loftlínuflokkum Rarik, Sameinuðum Verktökum og síðast hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli.

Í Haukadal var öflugt íþróttalíf og Páll var snemma framarlega í hinum ýmsu íþróttagreinum s.s. sundi, hlaupum og kastgreinum. Þegar Páll flutti suður gekk hann í KR og æfði með þeim frjálsar íþróttir. Hann var valinn í landsliðið sem fór til Noregs 1951, og keppti þar í kringlu-og sleggjukasti.

Páll og Þóra byggðu sér gott einbýlishús í Garðabæ, þar sem þau bjuggu í hartnær  50 ár, og börnin ólust upp. Þau bjuggu síðan í Hafnarfirði í uþb 10 ár, eða þar til þau fóru bæði á Ísafold, hjúkrunarheimili Hrafnistu í Garðabæ. Útför Páls fer fram frá Garðakirkju í dag, 17.október, og hefst athöfnin kl. 13.00.