Tímamót

Óvænt ferð á Goodison Park þar sem Gylfi var bestur

Einn dyggasti stuðningsmaður Everton hér á landi, skólastjórinn og körfuboltadómarinn Leifur Garðarsson, er fimmtugur í dag. Eiginkona hans færði honum óvænta ferð á heimavöll Everton þar sem Leifur sá Gylfa Sigurðsson skora og leggja upp mark.

Leifur í vinnunni í Áslandsskóla ásamt forseta Íslands, Guðna Th., þegar ABC barnahjálpin leit inn í skólann. Fréttablaðið/Ernir

Ég gaf nemendum mínum ís eftir hádegismatinn því það er skipulagsdagur á afmælisdaginn. Þegar ég er að færa krökkunum ís þá labbar einn meistari að mér og segir: Leifur, þetta meikar ekki sens því þú ert í mesta lagi 37 ára. Þannig að deginum var bjargað,“ segir Leifur Garðarsson, skólastjóri í Áslandsskóla og einn fremsti körfuboltadómari landsins.

Leifur lauk dómaraprófi árið 1987 og dæmdi sinn fyrsta leik 6. nóvember sama ár. Árið 1993 tók hann alþjóðlegt dómarapróf á Ítalíu. Leifur dæmdi u.þ.b. 100 leiki á alþjóðlegum vettvangi, 389 leiki í úrvalsdeild og hátt á níunda hundraðið samtals. Hann lagði flautuna á hilluna fyrir haustið 2004 en tók hana svo fram aftur haustið 2013. Leifur sat í dómaranefnd KKÍ í 14 ár, þar af 11 ár sem formaður.

Leifur lék u.þ.b. 100 leiki með meistaraflokki Hauka í körfuknattleik og varð bikarmeistari með liðinu 1985 og 1986.

Hann hefur einnig starfað við knattspyrnu en hann stóð að uppgangi FH ásamt fleiri góðum mönnum þegar hann var hægri hönd Ólafs Jóhannessonar. Hann þjálfaði svo Fylki og Víking.

Leifur er mikill stuðningsmaður Everton og var svo oft þar um tíma að hann var nánast eins og hver annar starfsmaður enda starfaði hann um tíma fyrir félagið. Eiginkona hans og synir buðu honum óvænt út á leik um miðjan mánuðinn þar sem fjölskyldan sá Gylfa Sigurðsson og félaga leggja Crystal Palace að velli 3:1. Gylfi var frábær í leiknum, skoraði og lagði upp mark.

„Frúin og börnin tóku með mig í óvissuferð í himnaríki. Sáum þar Gylfa í essinu sínu. Þau tilkynntu mér það daginn áður. Ég átti að dæma á Sauðárkróki en það var svo vont veður að það þurfti að færa mig til. Konan sá um þetta allt og var með dómaranefnd KKÍ með í þessu. Ég dæmdi í Garðabæ og eftir leik var mér tilkynnt að ég væri að fara á Goodison.“

Leifur segir að hann muni þó blása til örveislu. Fyrst að morgni og svo um kvöldið. „Ég býð starfsfólkinu upp á köku og það verður létt húllumhæ um kvöldið í góðra vina hópi. Það er frí í Domino’s-deildinni og það stefnir í góðan dag.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Minni Íslands og sögunnar

Tímamót

Bára Tómasdóttir – kona ársins

Tímamót

Ævintýri hve samhentir ólíkir einstaklingar verða

Auglýsing

Nýjast

Ég er alveg í skýjunum

Sveitungar fjöl­menntu á há­tíð norð­lensks matar

Ungar athafnakonur ætla að fjölmenna í Hörpu

Meiri afslöppun að spila lag en að sitja í tölvunni

Tug­milljónir í bætur við Arnar­ker og í Reykja­dal

Söng, söng, meiri söng

Auglýsing