Merkisatburðir

Þórður kakali og Kolbeinn ungi börðust á Húnaflóa

Þetta gerðist: 25. júní 1244

Þórður kakali Sighvatsson og hans menn höfðust við á Ströndum. Fréttablaðið/Stefán

Í dag eru 774 ár liðin frá einu sjóorrustu Íslandssögunnar þar sem Íslendingar hafa skipað báðar stríðandi fylkingar. Orrustan var háð á Húnaflóa miðjum milli liðsmanna Þórðar kakala Sighvatssonar, af ætt Sturlunga, og Kolbeins unga Arnórssonar af ætt Ásbirninga.

Á árunum á undan höfðu Ásbirningar náð að leggja undir sig stærstan hluta veldis Sturlunga. Fjögur ár voru liðin frá Örlygsstaðabardaga og ár frá því að Snorri Sturluson var veginn. Þórður kakali var nýsnúinn heim eftir dvöl í Noregi og hafði náð með skæruhernaði að vinna nokkuð til baka.

Flóabardagi er talinn hápunktur átaka Þórðar og Kolbeins. Þórður hafði safnað ríflega 200 manns og fimmtán skipum á Vestfjörðum þegar hann fékk veður af því að von væri á Kolbeini og um 600 manns. Var afráðið að mæta þeim á hafi úti. Sigldi Kolbeinn úr Trékyllisvík á Ströndum og mætti þeim á flóanum.

Helstu vopn í bardaganum voru grjóthnullungar og eldibrandar en einnig var reynt að sökkva skipum með því að sigla á þau. Þegar upp var staðið höfðu á bilinu sjötíu til áttatíu Ásbirningar týnt lífi og tókst þeim ekki að ná Þórði og hans liði. Í Sturlunga sögu segir að Þórður hafi misst „fáa eina“ menn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Fyrsta konan útskrifast frá Háskóla Íslands

Tímamót

Hef vonandi náð að gleðja einhverja í gegnum lífið

Tímamót

List í ljósi er okkar barn

Auglýsing

Nýjast

Árás á Downingstræti

Abdúlla verið konungur Jórdaníu í tuttugu ár

Apollo 14 lendir á Tunglinu

Stefán Jóhann Stefánsson verður forsætisráðherra

Þegar Challenger-skutlan fórst yfir Flórídaskaga

Burns kvöld á BrewDog

Auglýsing