Við Þórhildur Sigurjónsdóttir urðum samferða í lífinu fyrir 10 árum, þegar við urðum ‘samömmur’ þriggja barna.  

Í sjö ár bjuggum við innan göngufjarlægðar, smárölt meðfram læknum í Hafnarfirði, og fengum því að rifja upp móðurgleði saman og friðsæld nýs lífs. Fögnuðum lífskrafti nýrrar kynslóðar, sem blómstraði eins og bláklukkur í nýju sumri. 

Iðin, lagin, hláturmild, gestrisin, hlý, og næm, Þórhildur axlaði ábyrgð ung, lærði fljótt dýpstu gildin, og lifði samkvæmt þeim.

Hún bretti upp ermarnar, klæddi, mataði, þreif, bjó til, bjó að, lagaði, sinnti, kenndi, huggaði, hugsaði fyrir öllu. Hún klæddi sitt fólk snjallhönnuðum lopaflíkum. Hún ræktaði garð sinn og hlúði að fólki, lét allt og alla ‘blómgast sem grængresi’ (Jessaja 66).

Jón, Siggi, Bella, Óskar, Eyþór, Hjördís Anna, elsku Óli Már og Sóla, Jón Þór, Súsan Klara, og Sonja Lillý, við Hafþór sendum innilegustu samúðarkveðjur að vestan. 

Sarah Brownsberger
Washington, USA