Tímamót

Opnar heim orgelsins

Tónlistarævintýrið Lítil saga úr orgelhúsi eftir Guðnýju Einarsdóttur organista verður sýnt í Hallgrímskirkju í dag og kemur líka út sem handrit á fimm tungumálum.

„Þetta hafðist með seiglunni,“ segir Guðný um útgáfu Lítllar sögu úr orgelhúsi á nótum, glærum og fimm tungumálum. Fréttablaðið/Anton Brink

Ævintýrið um orgelpípurnar sem búa í orgelhúsinu er bæði kynning á hljóðfærinu og líka saga með góðan boðskap um samskipti og virðingu,“ segir Guðný Einarsdóttir, organisti í Hjallakirkju, um eigið verk sem flutt verður á íslensku klukkan 13 og ensku klukkan 14.30 í dag í Hallgrímskirkju á Barnamenningarhátíð. Bergþór Pálsson er sögumaður á íslensku og Michael Jón á ensku. Sá síðarnefndi er höfundur tónlistar og Fanney Sizemore myndskreytti ævintýrið.

Lítil saga úr orgelhúsi kom fyrst út sem barnabók með geisladiski árið 2015. Hún hefur síðan oft verið sett upp fyrir börn á Íslandi og í nágrannalöndunum og hlotið góðar viðtökur. Í dag kemur hún út sem nótnahandrit, rafræn glærusýning og texti á fimm tungumálum fyrir sögumann. Guðný kveðst hafa fundið fyrir miklum áhuga á efninu allt frá því hún fór með það á norrænt organistamót haustið 2016 og strax hafa byrjað að pæla í útgáfu. „Það hafðist með seiglu,“ segir hún glaðlega. „Ég skynjaði þörf fyrir efnið hjá kollegum mínum bæði á Norðurlöndunum og í Bretlandi og nú er það komið út á íslensku, ensku, norsku, dönsku og sænsku. Sagan er svo einföld að mjög ung börn geta gripið hana og eftir því sem áhorfendur eru eldri færist áhuginn yfir á hljóðfærið.“

Býst hún jafnvel við að fjölga nemendum í orgelleik með því? „Kannski. Að minnsta kosti langar mig að krakkar viti hvað orgel er og ég held að verkið sé góð leið til þess.“gun@frettabladid.is

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Finnst mér hafa aldrei liðið betur

Tímamót

Í anda Guðrúnar frá Lundi

Tímamót

Tónlist getur tjáð svo margt

Auglýsing

Nýjast

Álitinn klikkaður þegar hann sagðist á leið í sjóinn

Sækja í leikskólann sinn

Vildi vera betri fyrirmynd

Hvalfjarðargöngin opnuð

Skallinn sem skyggði á sigurstund Ítala

Loksins sól og hitamet slegið í Reykjavík

Auglýsing